Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2020 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Alisson hefur aldrei átt lélegan leik fyrir Liverpool
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, jós lofi yfir Alisson Becker, markvörð félagsins, fyrir leikinn gegn Brighton í dag. Alisson mun leika sinn 100. leik fyrir félagið í dag. Leikur Liverpool og Brighton hefst klukkan 12:30.

Klopp man ekki eftir því að Alisson hafi einhvern tímann ekki verið upp á sitt besta í búningi Liverpool.

Alisson var keyptur til Liverpool frá Roma árið 2018 fyrir 67 milljónir punda sem þá var heimsmetsupphæð fyrir markvörð. Hann hefur haldið 48 sinnum hreinu í sínum fyrstu 99 leikjum með félaginu.

„Hann hefur átt 99 góða leiki til þessa, ég man ekki eftir því að hann hafi ekki verið upp á sitt besta. Ég er mjög sáttur með hann," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner