sun 28. nóvember 2021 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid kom til baka á heimavelli
Markaskorarar Real Madrid.
Markaskorarar Real Madrid.
Mynd: EPA
Real Madrid tókst að styrkja stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með endurkomusigri gegn Sevilla á heimavelli í kvöld.

Rafa Mir kom Sevilla í forystu á Santiago Bernabeu og entist sú forysta í 20 mínútur. Þá jafnaði Karim Benzema metin fyrir Madrídinga og var staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Þetta var hörkuleikur, en það voru Madrídingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Vinicius Junior, sem hefur verið frábær á tímabilinu, skoraði sigurmarkið á 87. mínútu.

Real Madrid er núna með fjögurra stiga forskot á Atletico Madrid, sem er í öðru sæti deildarinnar.

Atletico vann þægilegan sigur gegn Cadiz í kvöld. Antoine Griezmann var á meðal markaskorara í 1-4 sigri og er Atletico í öðru sæti núna á eftir nágrönnum sínum.

Real Sociedad, sem hefur verið mikið á toppnum á þessu tímabili, tapaði fyrir Espanyol og er liðið núna í þriðja sæti með 29 stig, eins og Atletico. En Sociedad hefur spilað leik meira en Atletico.

Þá vann Betis sigur á Levante þar sem Juanmi skoraði þrennu eftir að Shkodran Mustafi kom Levante yfir. Hér að neðan má sjá úrslit dagsins, markaskorara og stöðutöfluna eftir leiki dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Betis 3 - 1 Levante
0-1 Shkodran Mustafi ('7 )
1-1 Juanmi ('54 )
2-1 Juanmi ('63 )
3-1 Juanmi ('81 )

Cadiz 1 - 4 Atletico Madrid
0-1 Thomas Lemar ('56 )
0-2 Antoine Griezmann ('70 )
0-3 Angel Correa ('76 )
1-3 Anthony Lozano ('86 )
1-4 Matheus Cunha ('86 )

Espanyol 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Yangel Herrera ('77 )

Real Madrid 2 - 1 Sevilla
0-1 Rafa Mir ('12 )
1-1 Karim Benzema ('32 )
2-1 Vinicius Junior ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner