Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. nóvember 2021 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Leverkusen í þriðja sæti eftir sigur gegn Leipzig
Florian Wirtz skoraði.
Florian Wirtz skoraði.
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni þennan sunnudaginn.

RB Leipzig og Bayer Leverkusen áttust við. Leipzig hefði getað jafnað Leverkusen að stigum með sigri, en svo fór ekki.

Florian Wirtz, sem er með efnilegustu leikmönnum í heimi, skoraði fyrsta markið á 21. mínútu og bætti franski kantmaðurinn Moussa Diaby við öðru marki fyrir leikhlé. Staðan var 0-2 fyrir Leverkusen í hálfleik.

Andre Silva minnkaði muninn fyrir Leipzig, en tveimur mínútum eftir það skoraði Jeremie Frimpong þriðja mark Leverkusen. Dominik Szoboszlai hefði getað minnkað muninn undir lokin en honum mislukkaðist á vítapunktinum.

Lokatölur 1-3 fyrir Leverkusen, sem er í þriðja sæti með 24 stig. Leipzig er í áttunda sæti með 18 stig.

Í hinum leik dagsins vann Eintracht Frankfurt 2-1 heimasigur gegn Union Berlín. Varnarmaðurinn Obite Evan Ndicka skoraði sigurmarkið í uppbótartímanum.

Frankfurt hefur verið að finna taktinn eftir erfiða byrjun og er liðið núna í 12. sæti með 18 stig. Leiðin hlýtur að liggja upp á við fyrir Frankfurt. Union Berlín er í sjötta sæti.

RB Leipzig 1 - 3 Bayer
0-1 Florian Wirtz ('21 )
0-2 Moussa Diaby ('34 )
1-2 Andre Silva ('62 )
1-3 Jeremie Frimpong ('64 )
1-3 Dominik Szoboszlai ('88 , Misnotað víti)

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Union Berlin
1-0 Djibril Sow ('22 )
1-1 Max Kruse ('62 , víti)
2-1 Obite Evan Ndicka ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner