Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 28. nóvember 2022 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
FA bikarinn: Manchester City fær Chelsea í heimsókn
Raheem Sterling mætir sínum gömlu félögum
Raheem Sterling mætir sínum gömlu félögum
Mynd: EPA

Það var dregið í þriðju umferð FA bikarsins rétt í þessu. Fjórar viðureignir verða á milli úrvalsdeildarliða.


Stærsti leikur umferðarinnar er án efa leikur Manchester City og Chelsea á Etihad leikvanginum. Liverpool bikarmeistararnir frá því á síðustu leiktíð fá Wolves í heimsókn.

Man Utd og Everton mætast og Brentford fær West Ham í heimsókn.

Vincent Kompany, Jóhann Berg og félagar í Burnley heimsækja úrvalsdeildarliðið Bournemouth.

Tottenham fær Portsmouth í heimsókn og topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal heimsækir Oxford sem leikur í þriðju efstu deild.

Leikirnir fara fram 6.,7.,8., og 9. janúar.

Allir leikirnir

Preston - Huddersfield
Middlesbrough - Brighton
Chesterfield - West Brom
Manchester City - Chelsea
Charlton eða Stockport - Walsall
Boreham Wood - Accrington Stanley
Tottenham - Portsmouth
Derby County - Barnsley
Cardiff City - Leeds
Brentford - West Ham
Bournemouth - Burnley
Coventry - Wrexham
Norwich - Blackburn
Aston Villa - Stevenage
Luton - Wigan
Oxford United - Arsenal
Fleetwood Town - QPR
Liverpool - Wolves
Grimsby - Burton Albion
Blackpool - Nottingham Forest
Dagenham & Redbridge eða Gillingham - Leicester City
Forest Green Rovers - Birmingham City
Bristol City - Swansea
Hartlepool - Stoke City
Hull City - Fulham
Crystal Palace - Southampton
Millwall - Sheffield United
Shrewsbury - Sunderland
Sheffield Wednesday - Newcastle
Manchester United - Everton
Reading - Watford
Ipswich - Rotherham


Athugasemdir
banner
banner