Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 28. nóvember 2023 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold fær ekki refsingu fyrir fagnið sitt
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Manchester City í stórleik síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni.

Alexander-Arnold fagnaði marki sínu með því að sussa á stuðningsmenn Manchester City.

Hann viðurkenndi það eftir leik að það hefði verið gaman að fagna fyrir framan stuðningsmenn City. „Að sjá öll andlitin var fyndið," sagði bakvörðurinn.

Samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins eiga leikmenn að fá gult spjald fyrir að ögra andstæðingnum, en enskir fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvort að Alexander-Arnold muni fá refsingu fyrir fagn sitt.

Hann fékk ekki gult spjald í leiknum og samkvæmt Mirror þá mun hann ekki fá neina refsingu.


Athugasemdir
banner