Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 28. nóvember 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ulreich fær nýjan samning hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Sven Ulreich, markvörður Bayern München í Þýskalandi, er við það að framlengja samning sinn við félagið til 2025.

Markvörðurinn hefur verið varaskeifa fyrir Manuel Neuer síðustu ár og hlaupið í skarðið þegar Neuer hefur meiðst.

Hann kom fyrst til Bayern árið 2015 og fékk síðan stóra tækifærið tímabilið 2017-2018 þegar Neuer meiddist illa.

Bayern fékk Yann Sommer til að leysa Neuer af seinni hluta tímabilsins eftir að Þjóðverjinn fótbrotnaði í skíðaslysi, en Ulreich tók tímabundið við stöðunni eftir að Sommer samdi við Inter í sumar.

Ulreich hefur gert ágætlega í þeim leikjum sem hann hefur spilað og verður nú verðlaunaður með nýjum samningi sem mun gilda til 2025.

„Ég er vongóður um að við getum tilkynnt þetta bráðlega. Vonandi fyrir jól,“ sagði Christoph Freund, yfirmaður fótboltamála hjá Bayern við DAZN
Athugasemdir
banner
banner
banner