Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 29. janúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sane byrjaður að æfa - Leikurinn gegn United of snemma
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Þýski kantmaðurinn Leroy Sane er byrjaður aftur að æfa með Manchester City.

Hann meiddist í leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Liverpool í ágúst síðastliðnum. Sane skaddaði fremra krossband í hné og hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu.

Hann var myndaður á æfingu með liðsfélögum sínum hjá City í gær.

City mætir Man Utd í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld. Sá leikur kemur of snemma fyrir Sane, en vonandi fyrir Pep Guardiola þá mun Sane snúa aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega.

Man City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en næstu leikir liðsins eru erfiðir. Næstu fimm leikir liðsins eru gegn Man Utd, Tottenham, West Ham, Leicester og Real Madrid.

Bayern München hafði mikinn áhuga á 24 síðasta sumar, en það er spurning hvað gerist í þeim málum núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner