Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 29. febrúar 2020 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Mark í sex marka jafntefli - Árni Vill kom við sögu í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Kolos Kovalivka
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn er Brage gerði 3-3 jafntefli við Örebro í sænska bikarnum.

Liðin mættust í annarri umferð bikarsins og var þetta fyrsta stig Brage eftir tap gegn Elfsborg í fyrstu umferð.

Häcken skoraði þá fjögur á útivelli gegn Eskilsminne. Óskar Sverrisson var ónotaður varamaður hjá Häcken sem er með sex stig eftir tvær umferðir í bikarnum.

Häcken keppir úrslitaleik við Östersund um toppsæti riðilsins.

Örebro 3 - 3 Brage
0-1 S. Hellberg ('15)
1-1 S. Amin ('34)
1-2 C. Kouakou ('39)
2-2 R. Book ('64)
3-2 R. Book ('82)
3-3 L. Pllana ('93)

Eskilsminne 0 - 4 Häcken
0-1 J. Toivio ('45)
0-2 J. Toivio ('56)
0-3 A. Youssef ('83)
0-4 A. Yasin ('89)

Í Úkraínu spilaði Árni Vilhjálmsson síðustu 25 mínúturnar í sigri Kolos Kovalivka gegn Karpaty.

Árni kom inn í stöðunni 2-0 en gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar.

Þetta var annar sigur Kolos í röð og er liðið í góðri stöðu í sjötta sæti efstu deildar.

Aðeins tvær umferðir eru eftir áður en deildinni verður skipt upp í tvennt. Sex efstu liðin munu berjast um titilinn á meðan sex neðstu eru í fallbaráttu.

Kolos Kovalivka 2 - 1 Karpaty
1-0 O. ilyin ('11)
2-0 K. Petrov ('42)
2-1 A. Kozak ('78)

Sveinn Aron Guðjohnsen var þá ónotaður varamaður er Spezia tapaði fyrir toppliði Benevento í ítölsku B-deildinni.

Spezia er í fjórða sæti og stefnir upp í efstu deild.

Benevento 3 - 1 Spezia
0-1 E. Gyasi ('15)
1-1 R. Improta ('66)
2-1 G. Moncini ('76)
3-1 N. Viola ('89)
Rautt spjald: L. Mora, Spezia ('29)
Athugasemdir
banner
banner
banner