Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. febrúar 2020 16:10
Aksentije Milisic
Klopp ómeðvitaður um klefareglu fyrirliðans
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sagt frá því að hann vissi ekkert um það að Jordan Henderson, fyrirliði liðsins, hafi bannað leikmönnum liðsins að tala um það að vinna ensku úrvalsdeildina.

Alex Oxlade-Chamberlain sagði frá því á dögunum að Henderson hafi rætt við þá leikmenn sem hafa talað um möguleikann á því að vinna titilinn langþráða. Klopp segir að þetta hafi ekki verið skilaboð frá honum sjálfum en að liðið hugsi bara um einn leik í einu.

„Ég vissi ekki að Hendo hafi bannað þetta! En svona sjáum við þetta," sagði Klopp.

„Ég get ekki ímyndað mér að þeir sitji í klefanum og ræði þetta áður en ég kem inn. Þegar ég kem inn þá hef ég ekki tekið eftir neinu tengt þessu. Við hugsum bara um næsta leik hverju sinni."

Liverpool er með 22 stiga forystu á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner