lau 29. febrúar 2020 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool tókst ekki að bæta met Arsenal
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði í dag sínum fyrsta úrvalsdeildarleik í rúmt ár er liðið heimsótti fallbaráttulið Watford.

Liverpool hafði farið ósigrað í gegnum 44 úrvalsdeildarleiki og stefndi á að bæta met Arsenal, sem spilaði 49 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Arsene Wenger.

Arsenal er eina félagið sem hefur afrekað að fara í gegnum heilt úrvalsdeildartímabil án taps. Það gerðist fyrir næstum tveimur áratugum, tímabilið 2003-04.

Það hefur þó ekkert félag í úrvalsdeildarsögunni verið með jafn mikla forystu og Liverpool er með á toppi deildarinnar um þessar mundir. Lærisveinar Jürgen Klopp eru aðeins búnir að missa af fimm stigum hingað til.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner