Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. febrúar 2020 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
María vann deildabikarinn með Chelsea
Leikmenn Chelsea fagna sínum fyrsta deildabikar.
Leikmenn Chelsea fagna sínum fyrsta deildabikar.
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 1 Arsenal
1-0 Bethany England ('8)
1-1 Leah Williamson ('85)
2-1 Bethany England ('90)

Chelsea lagði Arsenal að velli í úrslitaleik deildabikars kvenna í dag. María Þórisdóttir spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins í liði Chelsea.

Bethany England var hetja Chelsea í dag og skoraði hún fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu.

Chelsea var við stjórn allan leikinn en Leah Williamson náði að pota inn jöfnunarmarki fyrir Arsenal á 85. mínútu.

Allt stefndi í framlengingu á City Ground í Nottingham þegar England skoraði aftur og tryggði sigurinn fyrir Chelsea.

Þetta er í fyrsta sinn sem Chelsea vinnur deildabikarinn frá því að hann var settur á laggirnar 2011. Arsenal hefur unnið fimm sinnum og Manchester City þrisvar.
Athugasemdir
banner