Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugvél Englands á EM: Tíu öruggir með sitt sæti
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, faðmar hér Harry Kane.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, faðmar hér Harry Kane.
Mynd: EPA
Bellingham er frábær leikmaður.
Bellingham er frábær leikmaður.
Mynd: EPA
Maguire er lykilmaður í landsliðinu.
Maguire er lykilmaður í landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Grealish hefur ekki átt gott tímabil en er líklegur til að fara með.
Grealish hefur ekki átt gott tímabil en er líklegur til að fara með.
Mynd: Getty Images
Fer Rashford?
Fer Rashford?
Mynd: EPA
Palmer hefur verið ljós punktur í liði Chelsea.
Palmer hefur verið ljós punktur í liði Chelsea.
Mynd: Getty Images
Independent birti í dag áhugaverða frétt þar sem farið er yfir hvaða leikmenn eru öruggir í flugvél enska landsliðsins til Þýskalands á Evrópumótið næsta sumar.

Að mati fjölmiðilsins eru tíu leikmenn öruggir í hópinn en það styttist heldur betur í mótið sem hefst í júní.

Þeir sem eru nú þegar með bókaðan miða:
Harry Kane (Bayern München)
Jude Bellingham (Real Madrid)
Declan Rice (Arsenal)
John Stones (Man City)
Kyle Walker (Man City)
Jordan Pickford (Everton)
Bukayo Saka (Arsenal)
Phil Foden (Man City)
Harry Maguire (Man Utd)
Kieran Trippier (Newcastle)

Allir þessir leikmenn sem eru nefndir hér að ofan hafa verið fastamenn í hópnum hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og eru allar líkur á því að þeir fari með nema þeir meiðist.

Hér fyrir neðan má svo sjá leikmenn sem eru næstum því komir með farmiðann til Þýskalands. Ekki eru allir þessir leikmenn að spila vel en það skiptir ekki alltaf öllu fyrir Southgate.

Þeir sem eru næstum því komnir með miðann:
Jack Grealish (Man City)
Ollie Watkins (Aston Villa)
Marcus Rashford (Man Utd)
James Maddison (Tottenham)
Trent Alexander-Arnold (Liverpool)
Ben Chilwell (Chelsea)
Aaron Ramsdale (Arsenal)

Svo næst eru leikmenn sem eru inn í myndinni og eiga ágætis möguleika á að fara með. Þarna eru leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli, leikmenn sem Southgate hefur verið duglegur við að velja en eru alls ekki að spila vel og svo leikmenn sem hafa verið að spila afar vel en eru ekki búnir að spila marga landsleiki.

Inn í myndinni:
Luke Shaw (Man Utd)
Cole Palmer (Chelsea)
Conor Gallagher (Chelsea)
Kalvin Phillips (West Ham)
Jordan Henderson (Ajax)
Raheem Sterling (Chelsea)
Lewis Dunk (Brighton)
Reece James (Chelsea)
Marc Guehi (Crystal Palace)
Dominic Solanke (Bournemouth)
Joe Gomez (Liverpool)

Svo eru það leikmenn sem þurfa að spila frábærlega fram að móti til þess að komast inn. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri hjá Southgate og þurfa að sannfæra hann.

Hafa verk að vinna:
Kobbie Mainoo (Man Utd)
Jarrod Bowen (West Ham)
Anthony Gordon (Newcastle)
Fikayo Tomori (AC Milan)
Eberechi Eze (Crystal Palace)
James Ward-Prowse (West Ham)
Sam Johnstone (Crystal Palace)
Dean Henderson (Crystal Palace)
Ivan Toney (Brentford)
Jack Butland (Rangers)

Ólíklegir en samt smá möguleiki:
Callum Wilson (Newcastle)
Nick Pope (Newcastle)
Curtis Jones (Liverpool)
Ben White (Arsenal)
Levi Colwill (Chelsea)
Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest)
Ezri Konsa (Aston Villa)
Mason Mount (Man Utd)

Þetta eru áhugaverðir listar en Independent spáir því á þessum tímapunkti að hópurinn verði svona:

Verður hópurinn svona?
Markverðir: Pickford, Ramsdale, Johnstone.

Varnarmenn: Walker, Trippier, Guehi, Stones, Dunk, Maguire, Chilwell.

Miðjumenn: Rice, Henderson, Alexander-Arnold, Gallagher, Maddison, Bellingham.

Framherjar: Saka, Foden, Palmer, Grealish, Rashford, Kane, Watkins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner