Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 29. mars 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Lewandowski ekki með gegn Englandi
Framherjinn magnaði Robert Lewandowski verður ekki með Pólverjum í leiknum gegn Englandi á miðvikudag vegna meiðsla á hné.

Lewandowski skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Andorra í gær áður en hann meiddist á hné og varð að fara af velli.

Hinn 32 ára gamli Lewandowski verður frá keppni í allt að tíu daga að sögn pólska knattspyrnusambandsins.

Lewandowski hefur skorað 42 mörk í 36 leikjum með Bayern Munchen á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner