Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 29. mars 2021 09:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool langt komið með kaup á Konate
The Athletic greinir frá því í dag að Liverpool sé langt á veg komið í viðræðum um kaup á varnarmanninum Ibrahima Konate frá RB Leipzig.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill bæta við varnarmanni í hópinn í sumar og hinn 21 árs gamli Konate virðist líklegasti kosturinn í augnablikinu.

Viðræður eru langt á veg komnar en talið er að Liverpool gæti endað á að borga 40 milljónir evra eða 34 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fleiri félög vilja fá Konate en Liverpool er líklegasti áfangastaðurinn í dag.

Konate er þessa dagana í eldlínunni með U21 landsliði Frakka á EM í Ungverjalandi en liðið mætir Íslandi á miðvikudaginn.
Athugasemdir