Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 29. mars 2021 19:19
Victor Pálsson
Sergio Aguero yfirgefur Man City í sumar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero mun yfirgefa Manchester City í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í kvöld en Aguero hefur spilað með enska liðinu frá árinu 2011.

Aguero er talinn einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom frá Atletico Madrid á Spáni fyrir tíu árum síðan.

Síðan þá er Aguero orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu Man City og bætti 78 ára gamalt met Eric Brook árið 2017.

Samtals hefur Aguero unnið deildina fjórum sinnum með enska liðinu, enska bikarinn og deildabikarinn fimm sinnum.

Það er óljóst hvert Aguero mun halda í sumar en það mun koma í ljós á næstu vikum.

Argentínumaðurinn hefur spilað 384 leiki fyrir bláliða í öllum keppnum og skorað í þeim 257 mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner