
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir verður í eldlínunni í kvöld þegar Bayern München mætir Arsenal í síðari leik liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Glódís var stórkostleg í fyrri leik liðanna sem endaði með 1-0 sigri Bayern.
Glódís var stórkostleg í fyrri leik liðanna sem endaði með 1-0 sigri Bayern.
Rætt hefur verið um Glódísi sem besta varnarmann í heimi í aðdraganda leiksins.
Glódís er 27 ára gömul en hún gekk í raðir Bayern frá Rosengård í Svíþjóð sumarið 2021. Hún á þá að baki 110 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Glódís er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Bayern en hér fyrir neðan má sjá skilti sem verður á Emirates-leikvanginum í kvöld.
„Glódís, besti varnarmaður í heimi," stendur á skiltinu sem má sjá hér fyrir neðan.
„Best defender on the globis.“ - @Zadraball
— Alina (@alina_rxp) March 29, 2023
???? by @ilovbigredbus@fcbfrauen fans are ready for tonight‘s game! pic.twitter.com/bj2nJZgNco
Athugasemdir