Slúðrið er stutt og laggott á föstudaginn langa. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.
Manchester United hefur blandað sér í baráttuna um spænska landsliðsmanninn Dani Olmo. Hann er með 52 milljón punda riftunarákvæði í samningi sínum hjá RB Leipzig í sumar. Real Madrid, Man City, Chelsea og Tottenham hafa einnig áhuga á honum. (Mail)
Liverpool horfir til Ruben Amorim, stjóra Sporting Lisbon og Roberto de Zerbi, stjóra Brighton til að leysa Jurgen Klopp af hólmi sem mun yfirgefa félagið í sumar og Xabi Alonso mun líklega vera áframhjá Leverkusen. (Telegraph)
Forráðamenn Man Utd hafa verið á Spáni að leita af leikmönnum til að næla í, í sumar. Spænski framherjinn Joselu, sem er á láni hjá Real Madrid frá Espanyol er meðal þeirra sem eru á listanum hjá United. (Relevo)
United mun þurfa að borga að minnsta kosti 60 milljónir evra fyrir Gleison Bremer, 27, varnarmann Juventus. Mason Greenwood, 22, gæti farið til Juventus í skiptum. (Gazzette dello Sport)
Barcelona gæti misst af Joshua Kimmich, 29, miðjumanni Bayern þar sem Man Utd er tilbúið að næla í hann í sumar. (Sport)
Man City og Newcastle munu berjast við Man Utd um Jarrad Branthwaite, 21, varnarmann Everton. (Football Transfers)
Liverpool, Dortmund og RB Leipzig munu berjast um spænska varnarmanninn Dean Huijsen, 18, leikmann Juventus en hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á láni hjá Roma. (Gazzetta dello Sport)
Ítalska félagið Genoa býst við að fá tilboð í sumar í Albert Guðmundsson, 26, en hann hefur meðal annars verið orðaður við Tottenham og West Ham. (Fabrizio Romano)
Newcastle skoðaði nokkra Brasilíumenn í leik liðsins gegn Englandi í síðustu viku en Raphinha, 27, vængmaður Barcelona og Gleison Bremer, 27, varnarmaður Juventus eru á óskalista félagsins. (Newcastle Chronicle)
Jean-Clair Todibo, 24, miðvörður Nice er falur fyrir 40 milljónir punda í sumar en Man Utd og Tottenham hafa áhuga á þessum franska landsliðsmanni. (Talksport)
Crystal Palace hefur áhuga á Christhian Mosquera, 19, varnarmanni Valencia en félagið mun fá samkeppni frá Atletico Madrid í sumar. (Evening Standard)
Chelsea mun skipta um formann árið 2027 en Todd Boehly eigandi félagsins gegnir hlutverkinu í dag. (Mail)
Það er freistandi fyrir Romelu Lukaku, 30, sem er á láni hjá Roma frá Chelsea, að fara til Sádí-Arabíu. (Calcio Mercato)