
Sigrún Eva Sigurðardóttir, sem hefur verið fyrirliði Aftureldingar, hefur fengið félagaskipti í uppeldisfélag sitt, ÍA.
Hún mun því spila með ÍA í Lengjudeildinni í sumar en hún lék síðast fyrir félagið 2021.
Hún mun því spila með ÍA í Lengjudeildinni í sumar en hún lék síðast fyrir félagið 2021.
Sigrún Eva (2002) gekk í raðir Aftureldingar fyrir tímabilið 2022 og tímabilið í ár hefði því komandi sumar verið hennar fjórða í Mosó. Hún er uppalin hjá ÍA og á að baki 180 meistaraflokksleiki og 15 mörk.
Hún er sóknarsinnaður miðjumaður sem var á sínum tíma í unglingalandsliðunum.
Aftureldingu er spáð tíunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar og falli. Það hefur gustað í kringum kvennalið félagsins í vetur og var lengi vel ekki stjórn að halda utan um það.
ÍA er spáð í efri hluta deildarinnar en verið er að opinbera spána þessa dagana hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir