ÍR-ingar hafa nælt sér í færeyska miðjumanninn Gund Ellingsgaard Petersen en hann kemur til félagsins frá ÍF í Færeyjum.
Gundur er 24 ára gamall og spilaði árum áður með yngri flokkum Vals.
Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum.
Á síðustu sex árum hefur hann spilað fyrir ÍF í Færeyjum. Hann á alls 154 leiki og þá komið að 25 mörkum í þremur efstu deildunum.
Gundur er nú genginn í raðir ÍR-inga og kemur til með að hjálpa þeim í baráttu þeirra í Lengjudeildinni.
Samkvæmt Transfermarkt hefur hann spilað 12 leiki fyrir yngri landslið Færeyja og var þá reglulega í U21 árs landsliðshópnum.
ÍR-ingar hefja leik í Lengjudeildinni á laugardag en fyrsti andstæðingurinn eru nýliðar Völsungs. Leikurinn fer fram í Egilshöll.
Athugasemdir