
Þrátt fyrir að vera fædd árið 2004 þá hefur Tinna Hrönn nú þegar spilað 116 KSÍ-leiki og hafa þeir allir komið fyrir Grindavík. Hún hefur spilað stórt hlutverk í liði Grindavíkur síðustu árin og verður áfram í mikilvægu hlutverki þegar Grindavík og Njarðvík tefla fram sameiginlegu liði í Lengjudeildinni í sumar.
Tinna skoraði í gær þegar Grindavík/Njarðvík vann sigur á Keflavík í Mjólkurbikarnum en í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Tinna skoraði í gær þegar Grindavík/Njarðvík vann sigur á Keflavík í Mjólkurbikarnum en í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Tinna Hrönn Einarsdóttir
Gælunafn: Ég hef ekki verið kölluð neitt annað en Tinna, nema móðir mín segir stundum Tinnsla.
Aldur: 21 árs
Hjúskaparstaða: Er á lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Ég lék minn fyrsta leik 10. Maí 2019, það sem er mér minnisstæðast er að þá skoraði ég mitt fyrsta mark með meistaraflokki.
Uppáhalds drykkur: Vatn er minn uppáhalds drykkur, en svo er ég með smá weak spot fyrir ferskum appelsínu safa.
Uppáhalds matsölustaður: Serrano
Uppáhalds tölvuleikur: Ég spila enga tölvuleiki í dag, en á barnsárum spilaði ég mikið Mario bros í Nintendo 3ds tölvunni minni.
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og Stranger Things.
Uppáhalds tónlistarmaður: Úff það er erfitt að velja einhvern einn, en ég elska Noah Kahan og Chris Stapleton en minn all time favorite er Freddie Mercury.
Uppáhalds hlaðvarp: Ólafssynir í Undralandi
Uppáhalds samfélagsmiðill: Það er Tiktok.
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Ég fer beint inn á orðlu.is til að halda streakinu gangandi.
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: For a million buck,yess????
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei, nema þegar liðið heitir Keflavík.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Elísa Viðarsdóttir
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir þjálfarar, en sá sem stendur upp úr er Nihad Cober Hasecic, þjálfaði mig mikið í yngri flokkum og fyrsta árið mitt í meistaraflokki.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: ég veit ekki, til nóg af þeim.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: pabbi og mamma
Sætasti sigurinn: Leikurinn sem tryggði okkur sætið í lengjudeildina árið 2020.
Mestu vonbrigðin: Þegar ég braut á mér fótinn í leik.
Uppáhalds lið í enska: Auðveldasta svarið hingað til, Liverpool.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég væri bara til í að fá Helgu Rut til baka.
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Helga Rut Einarsdóttir
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Til nóg af þeim.
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Katrín Lilja Ármannsdóttir að innan sem utan.
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ég veit ekki hvað mér finnst um þessa nýju markmans reglu
Uppáhalds staður á Íslandi: Grindavík er uppáhalds staðurinn minn.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Bríet Rose Raysdóttir hoppaði upp með höndina og sló boltann í stað þess að skalla hann.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Kannski að einhverju leiti tek oft tímabil sem ég hlusta alltaf á sama lagið fyrir leik eða borða/drekk eitthvað ákveðið. Núna er ég að vinna með appelsínu safann.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, fylgist með Grindavík í körfubolta og svo Íslenska landsliðinu í handbolta. Svo finnst mér gaman að fylgjast með frjálsum á Ólympíuleikunum.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég spila í Nike Mercurial.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Líffræði
Vandræðalegasta augnablik: Get ekki rifjað neitt upp, sem er örugglega ágæt.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Katrínu Lilju, Viktoríu Sól og Brookelyn Entz. Þetta eru eðal konur sem ég hef gaman af.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Brookelyn kemur ávallt með góðar víbrur inn í klefann.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Erfitt að gera upp á milli Emmu Fanndal og Ásu Einars en þær eiga heima í Love Island, ef þið þekkið þær þá vitiði.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er 3x íslandsmeistari í júdó.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Júlía Rán Bjarnadóttir, fyrst var hún feimnasta manneskjan í liðinu en kemur svo í ljós að hún er mesti karakterinn í liðinu og svo fær hún mig oft til að hlægja.
Hverju laugstu síðast: Man það ekki alveg en örugglega einhverju að litlu systur minni.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupa án bolta
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Trent hvort hann myndi skrifa undir nýjan samning.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Ég vona að sjá sem flesta á vellinum og ykkar stuðningur skiptir miklu máli.
Athugasemdir