ITV sjónvarpsstöðin hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við sparkspekinginn Ian Wright eftir að hann var sakaður um að hindra konur sem vilja vinna sem sérfræðingar í fótboltaumfjöllun.
Eni Aluko, sem lék fyrir enska kvennalandsliðið og Chelsea, sagði í síðustu viku að Wright þyrfti að gera sér grein fyrir því að með starfi sínu í umfjöllun um kvennafótbolta væri hann að loka á möguleika kvenna í að sinna því hlutverki.
Aluko baðst svo afsökunar á þessum ummælum en Wright svaraði að hann gæti ekki samþykkt afsökunarbeiðnina.
Eni Aluko, sem lék fyrir enska kvennalandsliðið og Chelsea, sagði í síðustu viku að Wright þyrfti að gera sér grein fyrir því að með starfi sínu í umfjöllun um kvennafótbolta væri hann að loka á möguleika kvenna í að sinna því hlutverki.
Aluko baðst svo afsökunar á þessum ummælum en Wright svaraði að hann gæti ekki samþykkt afsökunarbeiðnina.
Wright og Aluko hafa unnið saman í að fjalla um landsleiki Englands á ITV síðustu ár.
„Ian Wright er einn virtasti og ástsælasti fótboltasérfræðingurinn í sjónvarpi og hefur verið frábær talsmaður og bandamaður kvennafótboltans," segir talsmaður ITV en Wright verður meðal sérfræðinga á EM kvenna á sjónvarpsstöðinni í sumar.
Sjálfur sagðist Wright hafa orðið mjög sár yfir ummælum Eni: „Hún veit hvað ég hef hjálpað henni mikið, sýnt henni stuðning opinberlega. Ég hef séð afsökunarbeiðnina frá henni en get ekki samþykkt hana. Ég vil samt sem áður horfa fram veginn," sagði Wright í myndbandsyfirlýsingu.
????? Ian Wright's response to Eni Aluko's criticism that he 'dominates the female game':
— Football Tweet ?? (@Football__Tweet) April 26, 2025
"I've got to say I'm very disappointed with what she's said. I've seen her apology but I can't accept it." ????? pic.twitter.com/btG18Uzlj3
Athugasemdir