Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Sakaði Ian Wright um að hindra konur
Sparkspekingurinn Ian Wright.
Sparkspekingurinn Ian Wright.
Mynd: EPA
Eniola Aluko.
Eniola Aluko.
Mynd: EPA
ITV sjónvarpsstöðin hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við sparkspekinginn Ian Wright eftir að hann var sakaður um að hindra konur sem vilja vinna sem sérfræðingar í fótboltaumfjöllun.

Eni Aluko, sem lék fyrir enska kvennalandsliðið og Chelsea, sagði í síðustu viku að Wright þyrfti að gera sér grein fyrir því að með starfi sínu í umfjöllun um kvennafótbolta væri hann að loka á möguleika kvenna í að sinna því hlutverki.

Aluko baðst svo afsökunar á þessum ummælum en Wright svaraði að hann gæti ekki samþykkt afsökunarbeiðnina.

Wright og Aluko hafa unnið saman í að fjalla um landsleiki Englands á ITV síðustu ár.

„Ian Wright er einn virtasti og ástsælasti fótboltasérfræðingurinn í sjónvarpi og hefur verið frábær talsmaður og bandamaður kvennafótboltans," segir talsmaður ITV en Wright verður meðal sérfræðinga á EM kvenna á sjónvarpsstöðinni í sumar.

Sjálfur sagðist Wright hafa orðið mjög sár yfir ummælum Eni: „Hún veit hvað ég hef hjálpað henni mikið, sýnt henni stuðning opinberlega. Ég hef séð afsökunarbeiðnina frá henni en get ekki samþykkt hana. Ég vil samt sem áður horfa fram veginn," sagði Wright í myndbandsyfirlýsingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner