Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Max Meyer hneykslaður á hegðun föðurs sins
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Max Meyer yfirgaf Schalke á frjálsri sölu og gekk í raðir Crystal Palace sumarið 2018.

Aðskilnaður Meyer við Schalke var dramatískur. Honum lenti uppi á kant við Christian Heidel, yfirmann íþróttamála hjá félaginu, og fékk Meyer hvorki að spila fótboltaleiki né æfa með liðsfélögunum síðustu mánuðina í Þýskalandi.

Achim Meyer, faðir Max, er ekki ánægður með hvernig komið var fram við son hans hjá Schalke. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann brunaði um Gelsenkirchen, borgina sem Schalke er frá, á rándýrri Lamborghini bifreið.

Í myndbandinu hlær hann að óförum Schalke, sem á í alvarlegum fjárhagsörðugleikum vegna Covid-19, og þakkar félaginu fyrir bílinn.

„Lífið verður ekki betra en þetta. Ég bruna um forboðnu borgina, Gelsenkirchen, á leið til skattráðgjafa. Það er notalegt að gera það í Lambo sem gjaldþrota félagið borgaði fyrir. Frábært," sagði Achim og fékk mikla gagnrýni fyrir.

Achim er fyrrum lögregluþjónn sem hætti störfum vegna andlegra vandamála.

Max, sem er 24 ára og hefur spilað 50 leiki frá komu sinni í enska boltann, tók ekki vel í þetta myndband föðurs sins og birti gamla mynd á Instagram af sér í Schalke treyju.

„Ég er nýbúinn að sjá þetta myndband frá föður mínum og er í algjöru sjokki. Þetta er alveg út úr kortinu," skrifaði Max í færslunni við myndina.

„Ég á Schalke gríðarlega mikið að þakka og vil taka fram að ég samþykki hvorki eðli né innihald myndbandsins."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner