Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 13:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Chelsea endar í topp fjórum á næstu leiktíð"
Mynd: EPA

Chelsea staðfesti í dag að Mauricio Pochettino muni stýra liðinu á næstu leiktíð. Þessi fyrrum stjóri Tottenham mun mæta til starfa þann 1. júlí.


Owen Hargreaves var í þætti á vegum úrvalsdeildarinnar þar sem Pochettino var umræðuefnið. Hann telur að Pochettino muni ná frábærum árangri með liðið.

„Frábær ráðning. Ég virði Graham Potter fyrir að taka þetta starf að sér, að taka á skoruninni að stýra á hæsta stigi. Hann hefur gert hluti á heimsklassa hjá minni liðum. Maður vill sjá hvernig maður er á hæsta stigi, stjórar og leikmenn en þetta var hræðileg samsetning fyrir Potter og Chelsea," sagði Hargreaves.

„Pochettino mun passa mjög vel við Chelsea. Ég held að Chelsea endi í topp fjórum á næstu leiktíð. Þeir eru með marga á bakvið tjöldin sem þurfa að selja marga leikmenn. Pochettino verður með augljóst 'identity' hvernig hann vill spila. Þeir þurfa nýjan hrygg og þá verður liðið þarna uppi."


Athugasemdir
banner
banner
banner