De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mikil spenna í Garðinum - „Góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag“
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
banner
   mán 29. maí 2023 22:16
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar
watermark Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er sáttur, ég held að flest lið myndu vera það með síðustu tvo leiki hjá okkur að halda hreinu á móti bæði Val og svo Breiðablik hérna heima. Þetta er tvö af þremur bestu liðunum held ég og rosa gæði í þessum liðum.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

Keflavík sem fyrir leikinn gegn Val hafði tapað fjorum leikjum í röð hefur líkt og Siggi segir nú haldið hreinu og fengið stig út úr viðureignum sínum við tvö af þremur efstu liðum deildarinnar. Varnarleikurinn sem var til vandræða framan af móti hefur verið að þettast og mikil vinna verið lögð í.

„Það er klárt að við þurftum að þjappa okkur saman varnarlega og fara að spila betur saman sem lið. Það finnst mér hafa verið einkennandi fyrir Keflavíkurliðið í síðustu tveimur leikjum að við höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar og verið að benda hvern á annan fyrir mistökin sem gerast heldur bara standa saman. “

Hefur gagnrýni fjölmiðla sem höfðu miklar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins kannski nýst Sigga Ragga í að kveikja í mannskapnum?

„Já já, maður les allar fréttir svona með öðru auganu og það er sannleikskorn í mörgu sem er sagt. Auðvitað á maður alltaf að geta tekið gagnrýni til sín bæði sem þjálfari og leikmaður. Við reynum alltaf að gera betur og læra af mistökum sem við gerum og erum að móta nýtt lið.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner