Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 29. maí 2023 22:16
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er sáttur, ég held að flest lið myndu vera það með síðustu tvo leiki hjá okkur að halda hreinu á móti bæði Val og svo Breiðablik hérna heima. Þetta er tvö af þremur bestu liðunum held ég og rosa gæði í þessum liðum.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

Keflavík sem fyrir leikinn gegn Val hafði tapað fjorum leikjum í röð hefur líkt og Siggi segir nú haldið hreinu og fengið stig út úr viðureignum sínum við tvö af þremur efstu liðum deildarinnar. Varnarleikurinn sem var til vandræða framan af móti hefur verið að þettast og mikil vinna verið lögð í.

„Það er klárt að við þurftum að þjappa okkur saman varnarlega og fara að spila betur saman sem lið. Það finnst mér hafa verið einkennandi fyrir Keflavíkurliðið í síðustu tveimur leikjum að við höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar og verið að benda hvern á annan fyrir mistökin sem gerast heldur bara standa saman. “

Hefur gagnrýni fjölmiðla sem höfðu miklar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins kannski nýst Sigga Ragga í að kveikja í mannskapnum?

„Já já, maður les allar fréttir svona með öðru auganu og það er sannleikskorn í mörgu sem er sagt. Auðvitað á maður alltaf að geta tekið gagnrýni til sín bæði sem þjálfari og leikmaður. Við reynum alltaf að gera betur og læra af mistökum sem við gerum og erum að móta nýtt lið.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir