Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 29. maí 2023 22:16
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er sáttur, ég held að flest lið myndu vera það með síðustu tvo leiki hjá okkur að halda hreinu á móti bæði Val og svo Breiðablik hérna heima. Þetta er tvö af þremur bestu liðunum held ég og rosa gæði í þessum liðum.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

Keflavík sem fyrir leikinn gegn Val hafði tapað fjorum leikjum í röð hefur líkt og Siggi segir nú haldið hreinu og fengið stig út úr viðureignum sínum við tvö af þremur efstu liðum deildarinnar. Varnarleikurinn sem var til vandræða framan af móti hefur verið að þettast og mikil vinna verið lögð í.

„Það er klárt að við þurftum að þjappa okkur saman varnarlega og fara að spila betur saman sem lið. Það finnst mér hafa verið einkennandi fyrir Keflavíkurliðið í síðustu tveimur leikjum að við höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar og verið að benda hvern á annan fyrir mistökin sem gerast heldur bara standa saman. “

Hefur gagnrýni fjölmiðla sem höfðu miklar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins kannski nýst Sigga Ragga í að kveikja í mannskapnum?

„Já já, maður les allar fréttir svona með öðru auganu og það er sannleikskorn í mörgu sem er sagt. Auðvitað á maður alltaf að geta tekið gagnrýni til sín bæði sem þjálfari og leikmaður. Við reynum alltaf að gera betur og læra af mistökum sem við gerum og erum að móta nýtt lið.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner