Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bompastor tekin við Chelsea (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kvennalið Chelsea er eitt af bestu liðum heims en var að missa þjálfarann sinn, Emma Hayes, yfir til bandaríska landsliðsins.

Félagið er búið að ráða Sonia Bompastor, þjálfara franska stórveldisins Lyon, til að fylla í skarðið. Chelsea þarf að greiða skaðabætur til Lyon þar sem Bompastor átti eitt ár eftir af samningi.

Bompastor er 43 ára gömul og skrifar undir fjögurra ára samning við Chelsea. Hún tók við Lyon í 2021, vann Meistaradeildina 2022 og frönsku deildina þrjú ár í röð þrátt fyrir mikla samkeppni frá Paris Saint-Germain.

Lokaleikur hennar við stjórnvölinn hjá Lyon var úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sem fór fram á dögunum, þar sem Barcelona hafði betur 2-0 til að verja meistaradeildartitilinn sinn á milli ára.

Camille Abily og Theo Rivrin, aðstoðarþjálfarar Bompastor hjá Lyon, skipta einnig yfir til Chelsea.

Bompastor er goðsögn í franska kvennaboltanum eftir 156 landsleiki. Hún lék sem miðjumaður og gerði garðinn frægan hjá Montpellier áður en hún lék fyrir Lyon, Washington Freedom og Paris Saint-Germain.

Hún býr yfir gríðarlega mikilli reynslu úr fótboltaheiminum og hafði yfirumsjón með akademíustarfi kvennadeildar Lyon í átta ár áður en hún tók við sem þjálfari aðalliðsins.

Bompastor varð fyrst í sögu kvennaboltans til að sigra Meistaradeildina bæði sem leikmaður og þjálfari þegar hún hampaði titlinum með Lyon. Það ríkir gífurlega mikil spenna fyrir henni hjá Chelsea og eru væntingarnar háar.
Athugasemdir
banner
banner
banner