Þetta hefur verið frábær mánuður fyrir Milos Milojevic og hans menn í Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið vann bikarmeistaratitilinn nýlega og á sunnudag tryggði liðið sér svo landsmeistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir.
Milos er að klára sitt fyrsta ár með liðið en hann er samningsbundinn til 2026.
Milos vann serbneska meistaratitilinn og bikarinn með Rauðu stjörnunni í fyrra og árið þar á undan varð hann sænskur bikarmeistari með Malmö.
Milos er að klára sitt fyrsta ár með liðið en hann er samningsbundinn til 2026.
Milos vann serbneska meistaratitilinn og bikarinn með Rauðu stjörnunni í fyrra og árið þar á undan varð hann sænskur bikarmeistari með Malmö.
Sænska Aftonbladet sagði frá því nýlega að Milos væri á blaði hjá hollenska stórliðinu Feyenoord sem er í leit að nýjum stjóra eftir að Arne Slot hætti til að taka við Liverpool.
Þá segir sagan að ungversku meistararnir í Ferencváros hafi líka áhuga á Milosi. Það yrði þó kostnaðarsamt að fá hann lausan frá Dúbaí, hann er samningsbundinn til næstu ára og er á háum launum.
„Eftir að ég hef verið hér í nokkur ár, þá þarf ég kannski ekki að hugsa um peninga framar. Það mun skapa frið innra með mér," sagði Milos í viðtali við sænska fjölmiðla fyrr á þessu ári.
„Metnaður minn er að koma aftur til Skandinavíu eða Evrópu á einhverjum tímapunkti. Hvort sem það er eftir sex mánuði eða tíu ár, við sjáum til. Ég hef lært að lifa í núinu."
Milos er bæði með íslenskt og serbneskt ríkisfang. Hér á landi stýrði hann Breiðabliki og Víkingi, en hann spilaði einnig hér sem leikmaður áður en skórnir fóru upp á hillu.
Athugasemdir