Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate hafnar viðræðum sem tengjast ekki landsliðinu
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Gareth Southgate hafi hafnað viðræðum við Manchester United um að taka mögulega við félaginu einn daginn.

Southgate starfar sem landsliðsþjálfari Englands og er sagður ekki hafa neinn áhuga á að fara í viðræður við aðra aðila meðan hann gegnir því starfi. Hann hefur ekki áhuga á að fara í viðræður um neitt sem varðar ekki starf hans sem landsliðsþjálfari Englands.

Hann er ekki einbeittur að neinu öðru heldur en að undirbúa enska landsliðið fyrir Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi og hefst 14. júní. England mætir Serbíu í fyrstu umferð 16. júní.

Southgate á aðeins um hálft ár eftir af samningi sínum við landsliðið. Enska fótboltasambandið vill halda honum í starfi en Southgate ætlar að bíða með að taka ákvörðun um framtíðina þar til eftir EM.

Hann á í góðu sambandi við Sir Dave Brailsford, yfirmann íþróttamála hjá INEOS, og hefur áður starfað náið með Dan Ashworth, verðandi yfirmanni fótboltamála hjá Man Utd.

Erik ten Hag stýrir ferðinni hjá Man Utd þessa dagana en félagið á eftir að taka ákvörðun um framtíð þjálfarans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner