Vigfús Arnar þjálfari Leiknis var að vonum sáttur í leikslok
Leiknismenn gerðu góða ferð í Laugardalinn í kvöld þar sem þeir sigruðu mátt- og andlausa Þróttara 0-2. Vigfús Arnar Jósepsson þjálfari Leiknis var tekinn í viðtal í leikslok
"Við erum mjög sáttir - það er mjög kærkomið að halda hreinu, okkur hefur ekki tekist það á þessu tímabili - við áttum það inni svo það er mjög gaman að geta haldið hreinu"
"Síðan var spilamennskan - við héldum vel í boltann og spiluðum góðan fótbolta þannig að ég er bara virkilega sáttur með frammistöðu liðsins"
"Við erum mjög sáttir - það er mjög kærkomið að halda hreinu, okkur hefur ekki tekist það á þessu tímabili - við áttum það inni svo það er mjög gaman að geta haldið hreinu"
"Síðan var spilamennskan - við héldum vel í boltann og spiluðum góðan fótbolta þannig að ég er bara virkilega sáttur með frammistöðu liðsins"
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 2 Leiknir R.
Leiknismenn voru með öll völd í fyrri hálfleik þá sérstaklega og voru yfir á öllum sviðum
"Já bara spila góðan varnarleik og fókusera svoldið á hvað þeir væru að reyna að gera í sínum sóknarleik - bregðast við því og við gerðum það bara mjög vel. Svo í sóknarleiknum að spila hratt á millli og með jörðinni og finna svæðin á bakvið þá - það gekk ágætlega í fyrri hálfleik og svona þegar leið á seinni hálfleikinn"
Þróttarar áttu sinn besta kafla á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. En svo skoraði Sævar Atli Magnússon annað markið og gulltryggði Leiknismönnum sigurinn.
"Það var aðeins þarna á fyrstu mínútum í seinni - þeir settu aðeins á okkur"
"En svo fórum við að tengja sendingarnar og Sævar Atli skoraði eiginlega upp úr því"
Viðtalið í heild sinni má nálgast hérna í spilaranum að ofan
Athugasemdir
























