Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júní 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pietro Pellegri til Torino (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Torino er búið að festa kaup á ítalska sóknarmanninum Pietro Pellegri frá AS Mónakó.


Hinn 21 árs gamli Pellegri þótti gífurlega mikið efni á sínum tíma og var byrjaður að spila með Genoa í Serie A fyrir sextánda afmælisdaginn.

Mónakó borgaði um 25 milljónir evra til að kaupa Pellegri frá Genoa þegar hann var ekki enn orðinn 17 ára en þá hafði Pellegri skorað 3 mörk í 9 leikjum í Serie A.

Pellegri kom aðeins við sögu í nokkrum leikjum fyrstu árin hjá Mónakó og settu tíð meiðslavandræði strik í reikninginn. Í fyrra fékk hann loks tækifæri til að spreyta sig en skoraði aðeins einu sinni í sautján leikjum og var því lánaður út til Ítalíu á síðustu leiktíð.

Pellegri kom við sögu sex sinnum með AC Milan á fyrri hluta tímabils og skoraði svo eitt mark í níu leikjum með Torino eftir áramót.

Torino ákvað að festa kaup á Pellegri en nýtti þó ekki ákvæðið í lánssamningnum sem hljóðaði upp á 7 milljónir evra. Torino tókst að lækka verðið niður í 5 milljónir samkvæmt The Guardian.

Pellegri skoraði aðeins þrisvar í 32 leikjum með yngri landsliðum Ítalíu og á einn A-landsleik að baki fyrir þjóð sína. Hann kom inn af bekknum í 4-0 sigri í æfingaleik gegn Eistlandi.

Pellegri er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Torino.


Athugasemdir
banner
banner
banner