Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 29. júlí 2018 09:18
Arnar Daði Arnarsson
Gaui Baldvins: Erfitt að brjóta Víkingana niður
Guðjón í leik gegn FCK á fimmtudaginn.
Guðjón í leik gegn FCK á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta snýst um að ná endurheimt og svona vill maður hafa þetta, stutt á milli leikja," sagði framherji Stjörnunnar Guðjón Baldvinsson en liðið heimsækir Víking Reykjavík í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld klukkan 19:15.

Eftir níu sigurleiki í röð hefur liðið nú tapað þremur leikjum í röð, einum í deild og tveimur í Evrópukeppninni. Í öllum þremur tapleikjunum hefur Stjarnan ekki náð að skora.

„Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem við höfum ekki náð að skora í þremur leikjum í röð. Við þurfum aðeins að fókusera að ná okkar leik upp og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur að halda áfram í toppbaráttunni."

„Það er allt í góðu í leikmannahópnum. Það er ekkert óeðlilegt að upp komi smá þreyta og meiðsli í svona miklu álagi en við erum allir ákveðnir að halda þessu áfram og ætlum ekkert að gefa eftir," sagði Guðjón sem býst við erfiðum leik.

„Það er þannig, að allir leikir í deildinni eru erfiðir og maður þarf að hafa mikið fyrir því að ná sigri. Víkingsliðið hefur sýnt það að það hefur spilað mjög vel og það er sérstaklega erfitt að brjóta þá niður á heimavelli. Við þurfum að eiga okkar besta leik."

Leikur Víkings og Stjörnunnar verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net í kvöld.

sunnudagur 29. júlí
16:00 ÍBV-KA (Hásteinsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

mánudagur 30. júlí
19:15 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
19:15 Keflavík-Breiðablik (Nettóvöllurinn)
19:15 Fylkir-Valur (Egilshöll)
19:15 KR-Grindavík (Alvogenvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner