Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. júlí 2021 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Þróttarar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni
Þróttarar náðu í þrjú risastór stig
Þróttarar náðu í þrjú risastór stig
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Selfoss 0 - 3 Þróttur R.
0-1 Kairo Asa Jacob Edwards-John ('21 )
0-2 Hinrik Harðarson ('55 )
0-3 Róbert Hauksson ('90 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. vann Selfoss 3-0 í Lengjudeild karla í kvöld en þetta var mikilvægur leikur í fallbaráttunni. Aðeins tvö stig skilja liðin að.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og komu boltanum í netið á 12. mínútu en Adam Örn Sveinbjörnsson var dæmdur rangstæður.

Níu mínútum síðar kom Kairo Jacob Edwards-John Þrótturum yfir með frábæru skoti. Fyrsta færi þeirra í fyrri hálfleiknum.

Hinrik Harðarson bætti við öðru marki eftir skyndisókn á 55. mínútu en Róbert Hauksson átti góðan sprett áður en hann lagði boltann á Hinrik sem skoraði.

Róbert gulltryggði sigurinn svo í uppbótartíma með góðu skoti vinstra megin úr teignum. Risastór sigur fyrir Þrótt sem er nú með 10 stig í næst neðsta sæti, tveimur stigum minna en Selfoss sem er í 10. sæti.
Athugasemdir
banner
banner