"Þetta var hörku frammistaða, eins og allir vita þá erum við í toppbaráttu og það er bara það sem við erum að hugsa um núna bara hver leikur er barátta og við þurfum að eiga okkar besta leik, við komum og svo sannarlega sýndum það í dag og ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum leikinn" Sagði framherji Blika Árni Vilhjámsson í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 7 Breiðablik
Árni bjóst kannski ekki við því fyrir leik að þessi leikur myndi enda 7-0?
"Nei nei kannski burt séð frá mörkunum og öllu svoleiðis þá var frammistaðan yfir höfuð bara hjá okkur öllum, hún var alvöru og professional og við gerðum allt vel. Það var drauma veður til þess að spila fótbolta á mjög góðu gervigrasi, ég vissi það nú samt ef við spilum okkar leik þá á þetta að fara vel við höfum verið að sýna það í síðustu leikjum og haldið þeim standard sem við höfum verið að sýna svo byrja allir að eiga sinn A dag fyrir framan markið þá allt í einu förum við að skora úr hverju einasta skoti þannig það er bara frábært"
Stuðningurinn hjá Blikum var magnaður í leiknum.
"Þetta var geðveikt, maður horfði upp í stúku og við fylltum stúkuna af grænu fólki, það er langt síðan maður sá svona, þetta er búið að vera erfitt fyrir stuðningsmenn að mega ekki mæta á völlinn en í dag þá var þetta alveg geggjað"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Árni talar um komandi landsleikjahlé.
Athugasemdir