Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markiðið að halda sér uppi.
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
   sun 29. ágúst 2021 22:20
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Allir áttu sinn A dag fyrir framan markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var hörku frammistaða, eins og allir vita þá erum við í toppbaráttu og það er bara það sem við erum að hugsa um núna bara hver leikur er barátta og við þurfum að eiga okkar besta leik, við komum og svo sannarlega sýndum það í dag og ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum leikinn" Sagði framherji Blika Árni Vilhjámsson í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Árni bjóst kannski ekki við því fyrir leik að þessi leikur myndi enda 7-0?

"Nei nei kannski burt séð frá mörkunum og öllu svoleiðis þá var frammistaðan yfir höfuð bara hjá okkur öllum, hún var alvöru og professional og við gerðum allt vel. Það var drauma veður til þess að spila fótbolta á mjög góðu gervigrasi, ég vissi það nú samt ef við spilum okkar leik þá á þetta að fara vel við höfum verið að sýna það í síðustu leikjum og haldið þeim standard sem við höfum verið að sýna svo byrja allir að eiga sinn A dag fyrir framan markið þá allt í einu förum við að skora úr hverju einasta skoti þannig það er bara frábært"

Stuðningurinn hjá Blikum var magnaður í leiknum.

"Þetta var geðveikt, maður horfði upp í stúku og við fylltum stúkuna af grænu fólki, það er langt síðan maður sá svona, þetta er búið að vera erfitt fyrir stuðningsmenn að mega ekki mæta á völlinn en í dag þá var þetta alveg geggjað"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Árni talar um komandi landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner