Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   sun 29. ágúst 2021 22:20
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Allir áttu sinn A dag fyrir framan markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var hörku frammistaða, eins og allir vita þá erum við í toppbaráttu og það er bara það sem við erum að hugsa um núna bara hver leikur er barátta og við þurfum að eiga okkar besta leik, við komum og svo sannarlega sýndum það í dag og ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum leikinn" Sagði framherji Blika Árni Vilhjámsson í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Árni bjóst kannski ekki við því fyrir leik að þessi leikur myndi enda 7-0?

"Nei nei kannski burt séð frá mörkunum og öllu svoleiðis þá var frammistaðan yfir höfuð bara hjá okkur öllum, hún var alvöru og professional og við gerðum allt vel. Það var drauma veður til þess að spila fótbolta á mjög góðu gervigrasi, ég vissi það nú samt ef við spilum okkar leik þá á þetta að fara vel við höfum verið að sýna það í síðustu leikjum og haldið þeim standard sem við höfum verið að sýna svo byrja allir að eiga sinn A dag fyrir framan markið þá allt í einu förum við að skora úr hverju einasta skoti þannig það er bara frábært"

Stuðningurinn hjá Blikum var magnaður í leiknum.

"Þetta var geðveikt, maður horfði upp í stúku og við fylltum stúkuna af grænu fólki, það er langt síðan maður sá svona, þetta er búið að vera erfitt fyrir stuðningsmenn að mega ekki mæta á völlinn en í dag þá var þetta alveg geggjað"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Árni talar um komandi landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner