Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   sun 29. ágúst 2021 22:20
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Allir áttu sinn A dag fyrir framan markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var hörku frammistaða, eins og allir vita þá erum við í toppbaráttu og það er bara það sem við erum að hugsa um núna bara hver leikur er barátta og við þurfum að eiga okkar besta leik, við komum og svo sannarlega sýndum það í dag og ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum leikinn" Sagði framherji Blika Árni Vilhjámsson í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Árni bjóst kannski ekki við því fyrir leik að þessi leikur myndi enda 7-0?

"Nei nei kannski burt séð frá mörkunum og öllu svoleiðis þá var frammistaðan yfir höfuð bara hjá okkur öllum, hún var alvöru og professional og við gerðum allt vel. Það var drauma veður til þess að spila fótbolta á mjög góðu gervigrasi, ég vissi það nú samt ef við spilum okkar leik þá á þetta að fara vel við höfum verið að sýna það í síðustu leikjum og haldið þeim standard sem við höfum verið að sýna svo byrja allir að eiga sinn A dag fyrir framan markið þá allt í einu förum við að skora úr hverju einasta skoti þannig það er bara frábært"

Stuðningurinn hjá Blikum var magnaður í leiknum.

"Þetta var geðveikt, maður horfði upp í stúku og við fylltum stúkuna af grænu fólki, það er langt síðan maður sá svona, þetta er búið að vera erfitt fyrir stuðningsmenn að mega ekki mæta á völlinn en í dag þá var þetta alveg geggjað"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Árni talar um komandi landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner