Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
   sun 29. ágúst 2021 22:20
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Allir áttu sinn A dag fyrir framan markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var hörku frammistaða, eins og allir vita þá erum við í toppbaráttu og það er bara það sem við erum að hugsa um núna bara hver leikur er barátta og við þurfum að eiga okkar besta leik, við komum og svo sannarlega sýndum það í dag og ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum leikinn" Sagði framherji Blika Árni Vilhjámsson í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Árni bjóst kannski ekki við því fyrir leik að þessi leikur myndi enda 7-0?

"Nei nei kannski burt séð frá mörkunum og öllu svoleiðis þá var frammistaðan yfir höfuð bara hjá okkur öllum, hún var alvöru og professional og við gerðum allt vel. Það var drauma veður til þess að spila fótbolta á mjög góðu gervigrasi, ég vissi það nú samt ef við spilum okkar leik þá á þetta að fara vel við höfum verið að sýna það í síðustu leikjum og haldið þeim standard sem við höfum verið að sýna svo byrja allir að eiga sinn A dag fyrir framan markið þá allt í einu förum við að skora úr hverju einasta skoti þannig það er bara frábært"

Stuðningurinn hjá Blikum var magnaður í leiknum.

"Þetta var geðveikt, maður horfði upp í stúku og við fylltum stúkuna af grænu fólki, það er langt síðan maður sá svona, þetta er búið að vera erfitt fyrir stuðningsmenn að mega ekki mæta á völlinn en í dag þá var þetta alveg geggjað"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Árni talar um komandi landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner