Frenkie de Jong sást á morgun í flugvellinum í Barcelona þar sem hann og unnusta hans voru á leið í flug til London, höfuðborgar Englands.
De Jong hefur verið orðaður við nokkur félög á Englandi í sumar en það er ekki vitað hvort þetta ferðalag hans tengist því eitthvað.
Hann hefur verið hvað mest orðaður við Manchester United en það hafa einnig verið sögur um áhuga Chelsea og Liverpool á honum.
Eins og áður segir þá er ekki vitað hvort þetta ferðalag hans tengist félagaskiptum á einhvern hátt en það styttist í það að félagaskiptaglugginn loki.
Barcelona er tilbúið að losa sig við De Jong þar sem hann er ekk talinn nauðsynlegur í þeirra plönum. Félagið skuldar honum hins vegar um 17 milljónir evra í laun og það flækir málin.
The saga continues…
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) August 29, 2022
Frenkie de Jong at Airport, direction London. [@10JoseAlvarez via @elchiringuitotv] pic.twitter.com/OZZrkQHzx9
Athugasemdir