Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   þri 29. september 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Efnilegastur 2015: Búinn með minn söngferil
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Breiðabliki.
Í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur af því að Fótbolti.net hefur ákveðið að velja mig sem efnilegastan," segir miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hjá Breiðabliki sem hefur fengið titilinn efnilegastur í Pepsi-deild karla 2015.

Oliver, sem er fyrirliði U21-landsliðsins, hefur verið algjör brimbrjótur á miðju Blika í sumar. Við spurðum hann út í hápunkt sumarsins:

„Það var mjög skemmtilegt að klára U21-landsliðið með Frakka en hápunkturinn er að eftir að ég kom í Blikaliðið hefur okkur tekist að halda hreinu í fyrri hálfleik í öllum leikjum."

Mikil og sterk liðsheild hefur einkennt Blikana sem geta með sigri í lokaumferðinni sett stigamet hjá félaginu.

„Undirbúningstímabilið var mjög gott fyrir okkur og við náðum að koma liðinu vel saman. Liðsheildin er gríðarlega sterk og hún hefur skapað okkur sigra. Við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvor aðra og það gerir að verkum að við erum svona ofarlega þó við viljum auðvitað vera ofar," segir Oliver sem segir mikinn metnað hjá Blikum sem vilja gera enn betur á næsta ári.

„Það er metnaður í félaginu til að gera það. Kvennaliðið stóð sig frábærlega og er góð fyrirmynd. Við í karlaliðinu ætlum okkur að reyna að gera betur en í sumar. Það mega náttúrulega margir fara en þá þurfa nýir að koma inn. Það er ekki í mínum höndum en við ætlum okkur að koma enn graðari til leiks næsta tímabil."

Búast má við að einhver erlend félagslið séu með nafn Olivers á blaði hjá sér. Verður hann áfram í Blikum næsta sumar?

„Ég ætla ekki að lofa neinu. Mér líður rosalega vel á Íslandi og ég er aðeins í viðræðum við Breiðablik núna. Ég ætla að setjast niður með mínum umboðsmanni og tala við hann eftir tímabilið. Ég er rosalega spenntur fyrir því að vera áfram á Íslandi og ég vill verða enn betri í fótbolta. Þetta kemur í ljós."

Aldursforseti Breiðabliks er Gunnleifur Gunnleifsson markvörður sem er í úrvalsliði ársins.

„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hve mikilvægt er að hafa hann. Hann er ekki bara með reynslu heldur líka með þvílík gæði. Liðið hefur verið þétt í sumar en þegar eitthvað hefur komist í gegn hefur hann alltaf verið tilbúinn að verja. Utan vallar drífur hann menn áfram og þar er hann ekki síður mikilvægur," segir Oliver.

Kópacabana, stuðningssveit Breiðabliks, hefur staðið sig vel í sumar og á sérstakt lag með Oliver. Þrátt fyrir tilraun var ekki hægt að fá Oliver til að syngja lagið fyrir lesendur Fótbolta.net.

„Ég er búinn með minn söngferil og hann verður ekki tekinn aftur upp. Söngvaborg var toppurinn á mínum söngferli og það verður ekki leikið aftur eftir."

Sjá einnig:
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir
banner
banner
banner