Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 29. september 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Efnilegastur 2015: Búinn með minn söngferil
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Breiðabliki.
Í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur af því að Fótbolti.net hefur ákveðið að velja mig sem efnilegastan," segir miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hjá Breiðabliki sem hefur fengið titilinn efnilegastur í Pepsi-deild karla 2015.

Oliver, sem er fyrirliði U21-landsliðsins, hefur verið algjör brimbrjótur á miðju Blika í sumar. Við spurðum hann út í hápunkt sumarsins:

„Það var mjög skemmtilegt að klára U21-landsliðið með Frakka en hápunkturinn er að eftir að ég kom í Blikaliðið hefur okkur tekist að halda hreinu í fyrri hálfleik í öllum leikjum."

Mikil og sterk liðsheild hefur einkennt Blikana sem geta með sigri í lokaumferðinni sett stigamet hjá félaginu.

„Undirbúningstímabilið var mjög gott fyrir okkur og við náðum að koma liðinu vel saman. Liðsheildin er gríðarlega sterk og hún hefur skapað okkur sigra. Við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvor aðra og það gerir að verkum að við erum svona ofarlega þó við viljum auðvitað vera ofar," segir Oliver sem segir mikinn metnað hjá Blikum sem vilja gera enn betur á næsta ári.

„Það er metnaður í félaginu til að gera það. Kvennaliðið stóð sig frábærlega og er góð fyrirmynd. Við í karlaliðinu ætlum okkur að reyna að gera betur en í sumar. Það mega náttúrulega margir fara en þá þurfa nýir að koma inn. Það er ekki í mínum höndum en við ætlum okkur að koma enn graðari til leiks næsta tímabil."

Búast má við að einhver erlend félagslið séu með nafn Olivers á blaði hjá sér. Verður hann áfram í Blikum næsta sumar?

„Ég ætla ekki að lofa neinu. Mér líður rosalega vel á Íslandi og ég er aðeins í viðræðum við Breiðablik núna. Ég ætla að setjast niður með mínum umboðsmanni og tala við hann eftir tímabilið. Ég er rosalega spenntur fyrir því að vera áfram á Íslandi og ég vill verða enn betri í fótbolta. Þetta kemur í ljós."

Aldursforseti Breiðabliks er Gunnleifur Gunnleifsson markvörður sem er í úrvalsliði ársins.

„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hve mikilvægt er að hafa hann. Hann er ekki bara með reynslu heldur líka með þvílík gæði. Liðið hefur verið þétt í sumar en þegar eitthvað hefur komist í gegn hefur hann alltaf verið tilbúinn að verja. Utan vallar drífur hann menn áfram og þar er hann ekki síður mikilvægur," segir Oliver.

Kópacabana, stuðningssveit Breiðabliks, hefur staðið sig vel í sumar og á sérstakt lag með Oliver. Þrátt fyrir tilraun var ekki hægt að fá Oliver til að syngja lagið fyrir lesendur Fótbolta.net.

„Ég er búinn með minn söngferil og hann verður ekki tekinn aftur upp. Söngvaborg var toppurinn á mínum söngferli og það verður ekki leikið aftur eftir."

Sjá einnig:
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir
banner