Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. september 2020 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tómas Þór spáir í 19. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas spáir Keflvíkingum þægilegum sigri á ÍBV.
Tómas spáir Keflvíkingum þægilegum sigri á ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í 18. umferð Lengjudeildarinnar.

Nítjánda umferð deildarinnar verður spiluð í heild sinni í dag. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, spáir í leiki 19. umferðarinnar.

Þór 1 - 1 Afturelding (15:30 í dag)
Þorpararnir eru erfiðir heim að sækja og þrátt fyrir fallegan Maggi-ball hafa Mosfellingar bara unnið neðstu liðin á útivelli. Aftur á móti hefur Eldingin gert góðum liðum erfitt fyrir á þeirra heimavelli þannig ætli þetta endi ekki með jafntefli.

Keflavík 3 - 0 ÍBV (15:45 í dag)
Tvö lið sem eru í toppbaráttu með nánast sitt hvorri aðferðinni en bæði lið góð þrátt fyrir að Eyjamenn hafi ollið vonbrigðum í sumar. Það er of mikill gír í Keflvíkingum og virðist komin of mikil eymd í Eyjamenn til að þetta verði eins spennandi leikur og stigafjöldinn segi til um.

Vestri 1 - 2 Fram (15:45 í dag)
Það er eitthvað við Framarana sem ég næ ekki alveg að festa fingur á en mér líka það. Liðið er ólseigt enda með Aðalstein Aðalsteins í brúnni og er með 6-3-0 árangur á útivelli sem er geggjaður árangur. Ég sé Framarana berjast um sæti á meðal þeirra bestu þar til lokaflautið í þessari deild verður blásið.

Grindavík 2 - 0 Víkingur Ó. (15:45 í dag)
Verður ekki mikið fyrir augað þegar að sjómannaþorpin (thank you for your service!) mætast. Grindavík er með betra lið og hefur þetta á endanum. Ólsurum líður kannski aðeins of vel eftir stigin þrú í síðustu umferð sem negldi sæti þeirra í deildinni.

Leiknir F. 0 - 4 Leiknir R. (17 í dag)
Fáskrúðsfjarðarblaðran er löngu sprungin á meðan að Siggi Höskulds var að kaupa sér nýjan derra fyrir undirskriftarbónusinn við nýja samninginn og allt í blóma í Breiðholti. Þetta verður létt og skemmtileg ferð fyrir Leiknismenn Reykjavíkur.

Þróttur R. 1 - 1 Magni (18 í dag)
Það er eiginlega glæpur að spá þessum leik jafntefli en það hentar Þrótti ágætlega og Gunni Guðmunds veit það.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Dagur Dan Þórhallsson (4 réttir)
Magnús Valur Böðvarsson (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Katrín Ásbjörnsdóttir (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Rafn Markús Vilbergsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Siggi Bond (1 réttur)
Úlfur Blandon (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner