Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. september 2020 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rafn Markús spáir í 10. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred verður ekki með í stórleiknum.
Fred verður ekki með í stórleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur getur jafnað Aftureldingu að stigum með sigri.
Þróttur getur jafnað Aftureldingu að stigum með sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Katrín Ásbjörnsdóttir var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Lengjudeildar karla.

Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur og sérfræðingur Fótbolta.net um Lengjudeildina, spáir í spilin að þessu sinni. Tíunda umferðin hefst núna á eftir.

Vestri 2 - 1 Magni (16:30 í dag)
Bjarni Jó og allir sem koma að liði Vestra hafa verið að gera frábæra hluti. Vestri hefur náð að fylgja eftir frábæru gengi frá miðju síðasta tímabili og náð mörgum eftirtektarverðum úrslitum og auk þess hefur liðið verið í jöfnum leikjum í allt sumar, t.d. aðeins tapað tveimur leikjum með meira en einu marki. Haustið virðist vera tími Magna og hefur liðið verið að bæta sig mikið síðustu vikur, leikurinn er mjög mikilvægur fyrir þá til að missa liðin fyrir ofan ekki of langt frá sér. Vestri mun fagna sigri og endanlega tryggja áframhaldandi sæti í deildinni.

ÍBV 2 - 0 Leiknir F. (16:30 í dag)
Það er klárt mál að ÍBV verður að vinna Leiknismenn til að halda sér í baráttunni um að komast upp. Liðið hefur verið í vandræðum með stigasöfnum í síðustu leikjum, aðeins þrjú stig í síðustu fimm leikjum. Markmið liðsins og væntingar eru á hreinu og allt fyrir neðan annað sætið er vonbrigði í Eyjum. Leiknir hafa verið slakir á útivelli, aðeins skorað fjögur mörk í sjö útileikjum og hafa ekki unnið leik síðan þeir unnu ótrúlegan sigur á Grindavík um miðjan ágúst. Helgi Sig og félagar í ÍBV klára þennan leik og halda pressu á toppliðin þrjú.

Þór 1 - 1 Víkingur Ó. (16:30 á morgun)
Þór náði sterkum útisigri í Mosfellsbæ í síðasta leik eftir brösótt gengi en á sama tíma hafa Víkingar verið að ná flottum úrslitum gegn sterkum liðum og eru hægt og rólega að tryggja áframhaldandi veru deildinni sem er mjög mikilvægt fyrir félagið eftir flókið tímabil. Þetta verður hörku leikur þar sem bæði lið ætla sér þrjú stig og auðvitað pressu á Þór að vinna sína heimaleiki. Leikurinn endar með jafntefli eftir fjörugur lokamínútur.

Grindavík 1 - 2 Leiknir R. (16:30 á morgun)
Það spáir 15m/s og rigningu í Grindavík á morgun. Klárt mál að veðrið mun hafa mikil áhrif á leikinn og spurning hvort Leiknismenn, eitt skemmtilegasta lið deildarinnar, nái að spila sinn bolta og skapa þau færi sem þarf gegn Grindavík. Grindavík er taplausir á heimavelli í sumar, hafa verið að bæta sinn leik mikið að undanförnu en eru klárlega særðir eftir að hafa tapað niður góðri stöðu í Ólafsvík. Grindavík mun sakna Zeba og munu Leiknismenn vinna leikinn þar sem veðrið mun spila stóra rullu. Hvet alla sem ekki komast á leikinn að kíkja á beina útsendingu frá Grindavík TV þar sem borgarritarinn Þorsteinn Gunnarsson hefur farið á kostum.

Keflavík 3 - 2 Fram (16:30 á morgun)
Stórleikur í Reykjanesbæ. Keflavík unnið fjóra af fimm heimaleikjum, Fram ekki ennþá tapað á útivelli. Besti maður Fram, Fred í banni. Keflavík hefur spilað frábæran bolta í sumar og skorað mikið af mörkum. Ég held að Keflvíkingar hafi lært lærði mikið af skellinum gegn Leikni fyrir stuttu. Keflavík vinnur og fara á toppinn.

Þróttur R. 0 - 1 Afturelding (19:15 á morgun)
Mjög athyglisverður leikur. Margir voru búnir að afskrifa Þrótt fyrir stuttu en með sigri eiga þeir möguleika á að jafna Aftureldingu á stigum og koma sér í ágætis mál. Eftir sterka byrjun hefur Afturelding aðeins náð einum sigri í síðustu átta leikjum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að sogast ekki í alvöru fallbaráttu. Afturelding fer með öll stigin með sér heim.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Katrín Ásbjörnsdóttir (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Siggi Bond (1 réttur)
Úlfur Blandon (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner