Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. september 2020 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maggi Bö spáir í 17. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Maggi Bö að störfum.
Maggi Bö að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maggi spáir því að Grindavík geri jafntefli.
Maggi spáir því að Grindavík geri jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson fékk tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Lengjudeildarinnar.

Magnús Valur Böðvarsson, Maggi Bö, vallarstjóri á KR-vellinum, dómari og sérfræðingur um 4. deildina, spáir í 17. umferðina sem hefst eftir nokkrar mínútur.

Vestri 3 - 0 Leiknir F. (11 í dag)
Það bendir allt til þess að hitastigið verði fyrir neðan frostmark fyrir vestan og þannig elska Vestfirðingar að hafa það. Sigurður Grétar mun skora eitt og Gabríel Hrannar og Viðar Þór Sigurðsson henda í sitt hvort markið beint úr Vesturbænum. Minn maður Binni Skúla fær lánaðan snjógalla til að vera í á bekknum.

Magni 0 - 3 Leiknir R. (16 í dag)
Leiknismenn virðast 'matcha' illa gegn Magna en það kemur ekki að sök í þetta skiptið. Flækjum hlutina ekkert. Minn maður Sólon Breki hendir í þrennu enda að fagna næst síðustu klippingu sinni á ferlinum.

ÍBV 2 - 1 Þór (16:30 á morgun)
Eyjamenn eru orðnir bilaðir á öllum þessum jafnteflum og munu rífa sig í gang og taka loksins sigur. Gary Martin nennir aftur að fara skora og setur tvennu. Loftur mun svara fyrir Þór í uppbótartíma en það verður of seint.

Keflavík 4 - 1 Þróttur R. (16 á morgun)
Það verður léttur 20 m/sek andvari í Keflavík. Þróttarar munu liggja djúpt og beita skyndisóknum, og eftir eina slíka mun rauði hundurinn Anton Hauks hreinsa boltann út í horn með vindi sem mun feykja boltanum í netið. Það virðist svo enginn getað stoppað Gibbsarann og sonur Jóa G mun henda í eitt. Mark Þróttara mun koma úr Helguson ættinni.

Afturelding 4 - 1 Víkingur Ó. (19:15 á morgun)
Það er staðfest að Uxinn er vaknaður. Hann skorar og fær rautt fyrir að hlaupa í gegnum menn sem blóðgast illa við að lenda fyrir Uxanum. Jason Daði er þá búinn að skora tvö og Kári Steinn eitt áður en allt þetta gerist. Indriði Áki skorar langþráð mark fyrir Ólsara.

Fram 2 - 2 Grindavík (19:15 á morgun)
Grindavíkingar elska jafntefli og henda því 0-2 forystu frá sér til að fá stígið góða. Mínir uppáhaldsmenn úr Grindavík, Gummi Magg og Oddur Ingi, koma gulum í þægilega forystu en það þarf auðvitað kraft úr Álftanesi til að koma Fram til baka þegar Haraldur Ásgrímsson minnkar muninn. Hann leggur svo upp jöfnunarmark á Alexander Má.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Katrín Ásbjörnsdóttir (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Rafn Markús Vilbergsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Siggi Bond (1 réttur)
Úlfur Blandon (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner