Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 29. september 2022 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar elskar bikarkeppnir: Goðsagnir sem hafa náð þessu
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarleg eftirvænting. Við erum búnir að vera þarna oft síðustu ár en þetta er alltaf jafngaman," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um bikarúrslitaleikinn sem er framundan er á laugardaginn.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Víkingar fara inn í þennan úrslitaleik, en þeir eru búnir að vinna Mjólkurbikarinn núna tvisvar í röð.

„Þetta er einn stærsti leikur ársins. Við erum að spila við stórt félag með mikla sigurhefð og sögu. Þeir eru með frábæra leikmenn og ég held að þetta mjög skemmtilegur leikur."

Er Arnar orðinn vanur því að fara í bikarúrslitin?

„Ég var að rifja það upp í morgun að ég er alinn upp við mikla bikarhefð og stemningu. Þegar ég var lítill gutti að horfa á fótbolta þá var úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni eini leikurinn sem var sýndur beint á hverju ári. Skaginn var mitt lið og þeir voru bikarmeistarar 82, 83, 84 og 86. Ég fór á alla leikina. Þetta er í mínu blóði, ég elska þessar bikarkeppnir. Það smitast vonandi í Víkingana," segir Arnar.

Þessi lið mættust 2019 og þá höfðu Víkingar betur í hörkuleik. Arnar vonast til þess að feta í fótspor goðsagna í íslenskum fótbolta.

„Að vera hluti af liði sem gæti unnið þrjá bikarmeistaratitla í röð, þá komumst við í sögubækurnar. Það þarf enga meiri hvatningu í það. Það hefur gerst áður (að lið vinni bikarinn þrisvar í röð). Minn gamli þjálfari og lærimeistari, Gaui Þórðar, tókst það held ég fjögur ár í röð með tveimur mismunandi liðum. Það er ótrúlegur árangur. Ég held að Ingi Björn Alberts hafi líka gert þetta með Val. Það eru goðsagnir sem hafa náð þessu og ég vil vera í þeim hópi, klárlega."

Guðjón Þórðarson vann keppnina í fjögur ár í röð með bæði ÍA og KR og Inga Birni tókst það þrjú ár í röð sem þjálfari Vals.

Arnar segir að staðan á leikmannahópnum sé góð en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner