Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 29. september 2022 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar elskar bikarkeppnir: Goðsagnir sem hafa náð þessu
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarleg eftirvænting. Við erum búnir að vera þarna oft síðustu ár en þetta er alltaf jafngaman," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um bikarúrslitaleikinn sem er framundan er á laugardaginn.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Víkingar fara inn í þennan úrslitaleik, en þeir eru búnir að vinna Mjólkurbikarinn núna tvisvar í röð.

„Þetta er einn stærsti leikur ársins. Við erum að spila við stórt félag með mikla sigurhefð og sögu. Þeir eru með frábæra leikmenn og ég held að þetta mjög skemmtilegur leikur."

Er Arnar orðinn vanur því að fara í bikarúrslitin?

„Ég var að rifja það upp í morgun að ég er alinn upp við mikla bikarhefð og stemningu. Þegar ég var lítill gutti að horfa á fótbolta þá var úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni eini leikurinn sem var sýndur beint á hverju ári. Skaginn var mitt lið og þeir voru bikarmeistarar 82, 83, 84 og 86. Ég fór á alla leikina. Þetta er í mínu blóði, ég elska þessar bikarkeppnir. Það smitast vonandi í Víkingana," segir Arnar.

Þessi lið mættust 2019 og þá höfðu Víkingar betur í hörkuleik. Arnar vonast til þess að feta í fótspor goðsagna í íslenskum fótbolta.

„Að vera hluti af liði sem gæti unnið þrjá bikarmeistaratitla í röð, þá komumst við í sögubækurnar. Það þarf enga meiri hvatningu í það. Það hefur gerst áður (að lið vinni bikarinn þrisvar í röð). Minn gamli þjálfari og lærimeistari, Gaui Þórðar, tókst það held ég fjögur ár í röð með tveimur mismunandi liðum. Það er ótrúlegur árangur. Ég held að Ingi Björn Alberts hafi líka gert þetta með Val. Það eru goðsagnir sem hafa náð þessu og ég vil vera í þeim hópi, klárlega."

Guðjón Þórðarson vann keppnina í fjögur ár í röð með bæði ÍA og KR og Inga Birni tókst það þrjú ár í röð sem þjálfari Vals.

Arnar segir að staðan á leikmannahópnum sé góð en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner