Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fim 29. september 2022 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar elskar bikarkeppnir: Goðsagnir sem hafa náð þessu
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarleg eftirvænting. Við erum búnir að vera þarna oft síðustu ár en þetta er alltaf jafngaman," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um bikarúrslitaleikinn sem er framundan er á laugardaginn.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Víkingar fara inn í þennan úrslitaleik, en þeir eru búnir að vinna Mjólkurbikarinn núna tvisvar í röð.

„Þetta er einn stærsti leikur ársins. Við erum að spila við stórt félag með mikla sigurhefð og sögu. Þeir eru með frábæra leikmenn og ég held að þetta mjög skemmtilegur leikur."

Er Arnar orðinn vanur því að fara í bikarúrslitin?

„Ég var að rifja það upp í morgun að ég er alinn upp við mikla bikarhefð og stemningu. Þegar ég var lítill gutti að horfa á fótbolta þá var úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni eini leikurinn sem var sýndur beint á hverju ári. Skaginn var mitt lið og þeir voru bikarmeistarar 82, 83, 84 og 86. Ég fór á alla leikina. Þetta er í mínu blóði, ég elska þessar bikarkeppnir. Það smitast vonandi í Víkingana," segir Arnar.

Þessi lið mættust 2019 og þá höfðu Víkingar betur í hörkuleik. Arnar vonast til þess að feta í fótspor goðsagna í íslenskum fótbolta.

„Að vera hluti af liði sem gæti unnið þrjá bikarmeistaratitla í röð, þá komumst við í sögubækurnar. Það þarf enga meiri hvatningu í það. Það hefur gerst áður (að lið vinni bikarinn þrisvar í röð). Minn gamli þjálfari og lærimeistari, Gaui Þórðar, tókst það held ég fjögur ár í röð með tveimur mismunandi liðum. Það er ótrúlegur árangur. Ég held að Ingi Björn Alberts hafi líka gert þetta með Val. Það eru goðsagnir sem hafa náð þessu og ég vil vera í þeim hópi, klárlega."

Guðjón Þórðarson vann keppnina í fjögur ár í röð með bæði ÍA og KR og Inga Birni tókst það þrjú ár í röð sem þjálfari Vals.

Arnar segir að staðan á leikmannahópnum sé góð en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir