Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 29. september 2022 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar elskar bikarkeppnir: Goðsagnir sem hafa náð þessu
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarleg eftirvænting. Við erum búnir að vera þarna oft síðustu ár en þetta er alltaf jafngaman," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um bikarúrslitaleikinn sem er framundan er á laugardaginn.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Víkingar fara inn í þennan úrslitaleik, en þeir eru búnir að vinna Mjólkurbikarinn núna tvisvar í röð.

„Þetta er einn stærsti leikur ársins. Við erum að spila við stórt félag með mikla sigurhefð og sögu. Þeir eru með frábæra leikmenn og ég held að þetta mjög skemmtilegur leikur."

Er Arnar orðinn vanur því að fara í bikarúrslitin?

„Ég var að rifja það upp í morgun að ég er alinn upp við mikla bikarhefð og stemningu. Þegar ég var lítill gutti að horfa á fótbolta þá var úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni eini leikurinn sem var sýndur beint á hverju ári. Skaginn var mitt lið og þeir voru bikarmeistarar 82, 83, 84 og 86. Ég fór á alla leikina. Þetta er í mínu blóði, ég elska þessar bikarkeppnir. Það smitast vonandi í Víkingana," segir Arnar.

Þessi lið mættust 2019 og þá höfðu Víkingar betur í hörkuleik. Arnar vonast til þess að feta í fótspor goðsagna í íslenskum fótbolta.

„Að vera hluti af liði sem gæti unnið þrjá bikarmeistaratitla í röð, þá komumst við í sögubækurnar. Það þarf enga meiri hvatningu í það. Það hefur gerst áður (að lið vinni bikarinn þrisvar í röð). Minn gamli þjálfari og lærimeistari, Gaui Þórðar, tókst það held ég fjögur ár í röð með tveimur mismunandi liðum. Það er ótrúlegur árangur. Ég held að Ingi Björn Alberts hafi líka gert þetta með Val. Það eru goðsagnir sem hafa náð þessu og ég vil vera í þeim hópi, klárlega."

Guðjón Þórðarson vann keppnina í fjögur ár í röð með bæði ÍA og KR og Inga Birni tókst það þrjú ár í röð sem þjálfari Vals.

Arnar segir að staðan á leikmannahópnum sé góð en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir