„Mjög góð tilfinning. Geggjað að hafa 7-1 sigur og mér fannst við vera mjög on í dag'' segir Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deild.
Lestu um leikinn: KR 7 - 1 Fram
„Mér fannst við yfirspila á öllum köflum á vellinum og síðan finn ég mér svæði í boxinu. Bara geggjað að fá boltann þarna inn og klára þetta.''
Benóný átti alvöru leik í dag og skoraði fjögur mörk, þar sem þrjú af þeim komu í fyrri hálfleik. Hann hélt á boltanum í viðtalinu.
„Alltaf gaman að fá að skora sem striker og fá að taka fótboltan heim. Bara besta tilfinning sem striker getur fengið.''
KR er enn í fallbaráttu í Bestu deildinni, en þessi sigur gegn Fram hjálpar þeirri baráttu gríðarlega fyrir KR.
„Við þurfum bara mjög mikið á þessu að halda og síðan fundum við okkur í dag bara almennilega. Við þurfum bara að halda svona áfram,''
Benóný hefur átt frábært tímabil hjá KR í ár og má búast við að sjá hann fara út í atvinnumennsku annahvort eftir tímabilið eða stuttu eftir það.
„Ég ætla bara að klára tímabilið og hjálpa með að vinna restina af leikjunum. Síðan kemur það bara í ljós í janúar eða eitthvað ég er ekkert að pæla í því núna.'' segir Benoný í lokin.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.