Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Davíð Smári: Upp úr þessu agaleysi skapaðist einhver vitleysa
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
   sun 29. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
.Benoný Breki Andrésson fagnar marki í dag.
.Benoný Breki Andrésson fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög góð tilfinning. Geggjað að hafa 7-1 sigur og mér fannst við vera mjög on í dag'' segir Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deild.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

„Mér fannst við yfirspila á öllum köflum á vellinum og síðan finn ég mér svæði í boxinu. Bara geggjað að fá boltann þarna inn og klára þetta.''

Benóný átti alvöru leik í dag og skoraði fjögur mörk, þar sem þrjú af þeim komu í fyrri hálfleik. Hann hélt á boltanum í viðtalinu.

„Alltaf gaman að fá að skora sem striker og fá að taka fótboltan heim. Bara besta tilfinning sem striker getur fengið.''

KR er enn í fallbaráttu í Bestu deildinni, en þessi sigur gegn Fram hjálpar þeirri baráttu gríðarlega fyrir KR.

„Við þurfum bara mjög mikið á þessu að halda og síðan fundum við okkur í dag bara almennilega. Við þurfum bara að halda svona áfram,''

Benóný hefur átt frábært tímabil hjá KR í ár og má búast við að sjá hann fara út í atvinnumennsku annahvort eftir tímabilið eða stuttu eftir það.

„Ég ætla bara að klára tímabilið og hjálpa með að vinna restina af leikjunum. Síðan kemur það bara í ljós í janúar eða eitthvað ég er ekkert að pæla í því núna.'' segir Benoný í lokin.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner