Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
banner
   sun 29. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í dag.
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög góð tilfinning. Geggjað að hafa 7-1 sigur og mér fannst við vera mjög on í dag'' segir Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deild.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

„Mér fannst við yfirspila á öllum köflum á vellinum og síðan finn ég mér svæði í boxinu. Bara geggjað að fá boltann þarna inn og klára þetta.''

Benóný átti alvöru leik í dag og skoraði fjögur mörk, þar sem þrjú af þeim komu í fyrri hálfleik. Hann hélt á boltanum í viðtalinu.

„Alltaf gaman að fá að skora sem striker og fá að taka fótboltan heim. Bara besta tilfinning sem striker getur fengið.''

KR er enn í fallbaráttu í Bestu deildinni, en þessi sigur gegn Fram hjálpar þeirri baráttu gríðarlega fyrir KR.

„Við þurfum bara mjög mikið á þessu að halda og síðan fundum við okkur í dag bara almennilega. Við þurfum bara að halda svona áfram,''

Benóný hefur átt frábært tímabil hjá KR í ár og má búast við að sjá hann fara út í atvinnumennsku annahvort eftir tímabilið eða stuttu eftir það.

„Ég ætla bara að klára tímabilið og hjálpa með að vinna restina af leikjunum. Síðan kemur það bara í ljós í janúar eða eitthvað ég er ekkert að pæla í því núna.'' segir Benoný í lokin.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner