Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
banner
   sun 29. september 2024 18:06
Brynjar Ingi Erluson
„Viðbjóðsleg frammistaða“
Mynd: Getty Images
Fyrrum United-maðurinn Gary Neville var rjúkandi reiður eftir 3-0 tap Manchester United gegn Tottenham á Old Trafford í dag, en hann segir frammistöðuna þá verstu síðan Erik ten Hag tók við keflinu.

Brennan Johnson, Dejan Kulusevski og Dominic Solanke skoruðu mörk Tottenham gegn arfaslöku liði United og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri.

Bruno Fernandes, fyrirliði United, var ekki að gera liðsfélögum sínum neina greiða með því að fá rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks, en burt séð frá því var frammistaðan afar döpur.

„Pressan mun snarhækka í þessar viku og þetta verður helvíti grimmt. Þetta var virkilega slæmur dagur fyrir Ten Hag,“ sagði Neville.

„Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag og þá er mikið sagt. Þetta var ótrúlega slæmt.“

„Frábær frammistaða hjá Tottenham. Það verður bara að segjast, því þeir voru algerlega stórkostlegir. Stuðningsmenn Man Utd baula á dómarann, en þar er bara hálf sagan sögð.“

„Stærsta í þessu var þessi fyrri hálfleikur, sem kom ekki bara upp úr engu. Þeir ákváðu að spila upp á sitt allra versta. Viðbjóðsleg frammistaða, bæði þegar það kemur að framlagi og gæðum. Þessi hópur þarf að svara fyrir margt í næstu viku,“
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner