Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal hefur verið stórkostlegur síðan hann skaust upp á sjónarsviðið með Barcelona á síðustu leiktíð.
Hann var sá yngsti í sögunni til að vera valinn besti ungi leikmaðurinn á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni í gær eftir frábært tímabil þar sem hann varð m.a. Evrópumeistari með spænska landsliðinu.
Landi hans, Rodri, var valinn besti leikmaðurinn en Yamal var í 8. sæti í kjörinu um Gullboltann.
„Lamine Yamal mun vinna Ballon d'Or mjög fljótlega, ég er sannfærður um það. Haldu áfram að leggja hart að þér og þú munt ná því," sagði Rodri.
Athugasemdir