Liverpool er komið í undanúrslit enska deildabikarsins eftir 2-0 sigur á B-deildarliði Leeds á Anfield í kvöld.
Jurgen Klopp stillti upp hálfgerðu varaliði og það tók heimamenn langan tíma að brjóta niður sterkan varnarmúr Leeds en það gerði Divock Origi á 76.mínútu eftir undirbúning hins 18 ára Trent Arnold.
Hinn 17 ára gamli Ben Woodburn gerði svo út um leikinn skömmu síðar með laglegu marki. Hann varð um leið yngsti markaskorari í sögu Liverpool.
Leikur Hull og Newcastle stendur enn yfir því þar þurfti að framlengja eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma.
Jurgen Klopp stillti upp hálfgerðu varaliði og það tók heimamenn langan tíma að brjóta niður sterkan varnarmúr Leeds en það gerði Divock Origi á 76.mínútu eftir undirbúning hins 18 ára Trent Arnold.
Hinn 17 ára gamli Ben Woodburn gerði svo út um leikinn skömmu síðar með laglegu marki. Hann varð um leið yngsti markaskorari í sögu Liverpool.
Leikur Hull og Newcastle stendur enn yfir því þar þurfti að framlengja eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma.
Liverpool 2 - 0 Leeds
1-0 Divock Origi ('76 )
2-0 Ben Woodburn (´81)
Hull City 0 - 0 Newcastle Framlenging stendur yfir.
Rautt spjald: Dieumerci Mbokani, Hull (´89)
Athugasemdir