Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 29. nóvember 2020 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
England: Markalaust hjá Chelsea og Tottenham
Chelsea 0 - 0 Tottenham

Chelsea og Tottenham mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og úr varð nokkuð döpur viðureign.

Jafnræði ríkti með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn í Chelsea tóku völdin eftir leikhlé.

Það var ekki mikið um færi en gestirnir í liði Tottenham sáu varla til sólar gegn lærisveinum Frank Lampard.

Hvorugu liði tókst að skora og niðurstaðan markalaust jafntefli í leiðinlegum leik.

Tottenham er á toppi úrvalsdeildarinnar, með 21 stig eftir 10 umferðir. Spurs er jafnt Liverpool á stigum en með talsvert betri markatölu. Chelsea er í þriðja sæti, tveimur stigum frá toppliðunum.
Athugasemdir
banner