Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. nóvember 2021 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo segir ummælin tekin úr samhengi - „Hann laug"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, segir að franski blaðamaðurinn Pascal Ferre hafi logið um sig til að koma sér á framfæri en hann útskýrir ummæli sín um Ballon d'Or verðlaunin og samkeppnina við Lionel Messi á Instagram.

Ferre sagði frá því að Ronaldo væri með það eina markmið að vinna fleiri gullbolta en Messi.


Ronaldo segir þetta ekki rétt og að það sé alls ekki aðalmarkmið hans á ferlinum. Ronaldo er með fimm bolta en Messi er með sex stykki.

„Ég ætla að útskýra yfirlýsingu Pascal Ferre sem hann kom með í síðustu viku þegar hann sagði að ég hafi sagt honum að eina sem mig langaði var að klára ferilinn með fleiri gullbolta en Lionel Messi," sagði Ronaldo á Instagram.

„Pascal Ferre laug og notaði nafn mitt til að koma sér á framfæri og blaðinu sem hann vinnur fyrir. Þetta er óásættanlegt að persóna sem ber ábyrgð á því að veita einhverjum svona stór verðlaun er að ljúga á þennan hátt. Þetta er alger vanvirðing fyrir einhvern sem hefur alltaf virt France Football og Ballon d'Or."

„Hann laug aftur í dag og var að réttlæta fjarveru mína frá verðlaunaafhendingunni útaf því sóttkví. Ég vil alltaf óska þeim sem vinnur verðlaunin til hamingju, með íþróttamennsku og sanngirni sem hefur leitt feril minn frá því ég byrjaði og þaðsem ég geri því ég er ekki á móti neinum. Ég vinn alltaf fyrir mig og félagið sem ég spila fyrir. Ég vinn fyrir mig sjálfan og þa sem elska mig. Ég vinn ekki gegn neinum."

„Ég hef mesta metnaðinn fyrir því að að vinna bikara með landsliði og þeim félögum sem ég spila fyrir. Ég vil vera gott fordæmi fyrir alla þá sem eru og vilja vera atvinnumenn í fótbolta."

„Ég hef mikinn metnað fyrir því að skrifa mitt nafn með gullnu letri í sögubækur fótboltans. Ég ætla að enda þetta með að segja að einbeiting mín er á næsta leik með Manchester United og allt sem ég get afrekað með liðsfélögum mínum og stuðningsmönnum á þessu tímabili,"
sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner