Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 29. nóvember 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Kári: Fékk smá sjokk þegar ég var að skrifa undir úti
Efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar er farinn í atvinnumennsku.
Efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar er farinn í atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sautján mörk skoruð í nítján deildarleikjum í sumar.
Sautján mörk skoruð í nítján deildarleikjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, mjög flottur klúbbur og þeir tóku mjög vel á móti mér. Það er geggjað að fá tækifæri til að spila í efstu deild í Noregi," sagði Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson sem samdi við Haugasund í Noregi fyrr í þessum mánuði.

Kjartan er nítján ára og var á liðnu tímabili valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar. Hann varð markakóngur í deildinni í liði Gróttu sem endaði í þriðja sæti deildarinnar.

„Þetta gerðist mjög fljótt, samkomulagið náðist fljótt. Ég var ekki að búast við samning svona fljótt eftir æfingarnar, ég stóð mig mjög vel og hélt kannski að ég myndi fara á aðra reynslu, en þeir bara vildu fá mig og ég ákvað að hoppa á þetta."

„Það er smá sjokk, ég fékk smá sjokk þegar ég var að skrifa undir úti. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var lítill strákur. Þetta er geggjað og ég er spenntur fyrir tímabilinu á næsta ári."

„Já og nei. Ég var eiginlega bara að fókusa á þetta, var ekki að hugsa um hin liðin og þetta fór bara svona. Ég veit ekki af áhuga annarra erlendra félaga, við ákváðum að einbeita okkur að Haugasund og það gekk allt upp."


Það höfðu nokkur lið í Bestu deildinni áhuga á Kjartani. Ákvörðunin að fara beint út í atvinnumennsku erlendis, var það erfið ákvörðun?

„Það komu hugsanir hvort ég ætti að taka eitt tímabil í viðbót á Íslandi. Ég ákvað að hoppa á þessa lest, að prófa að fara í atvinnumennskuna."

„Væntanlega reynir maður sitt allra besta til að verða byrjunarliðsmaður en ég er nýr í liðinu og þarf að sýna mig og sanna áður en ég get gert kröfu á það - ég get ekki ákveðið það núna. Ég þarf að grípa tækifærið í æfingaleikjum, spila minn leik, sýna hvað ég get á undirbúningstímabilinu."


Hvað getur Kjartan sagt um Haugasund?

„Þetta er ekki stór bær, félagið hugsar vel um leikmenn, mjög professional klúbbur. Liðið vill ná árangri og spila blöndu af ungum leikmönnum og reynslumeiri leikmönnum. Þegar ég fór í seinna skiptið leist mér ennþá betur á þetta. Þetta er mjög flottur klúbbur."

Hugsunin að Gróttutímabilinu væri lokið í bili, var hún erfið?

„Það er klárlega erfitt að kveðja uppeldisfélagið, en þeir í Gróttu hjálpuðu mér með þetta og ég vil þakka þeim öllum fyrir. Þeir hjálpuðu mér mjög mikið að komast á þennan stað sem ég komst á núna fyrir viku. Grótta er mjög flottur klúbbur," sagði Kjartan.

Viðtalið við Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Þar ræðir hann um tímabilið með Gróttu, þjálfarann Chris Brazell, Luke Rae, tilboð í sumarglugganum og U21 landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner