Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   þri 29. nóvember 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Kári: Fékk smá sjokk þegar ég var að skrifa undir úti
Efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar er farinn í atvinnumennsku.
Efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar er farinn í atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sautján mörk skoruð í nítján deildarleikjum í sumar.
Sautján mörk skoruð í nítján deildarleikjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, mjög flottur klúbbur og þeir tóku mjög vel á móti mér. Það er geggjað að fá tækifæri til að spila í efstu deild í Noregi," sagði Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson sem samdi við Haugasund í Noregi fyrr í þessum mánuði.

Kjartan er nítján ára og var á liðnu tímabili valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar. Hann varð markakóngur í deildinni í liði Gróttu sem endaði í þriðja sæti deildarinnar.

„Þetta gerðist mjög fljótt, samkomulagið náðist fljótt. Ég var ekki að búast við samning svona fljótt eftir æfingarnar, ég stóð mig mjög vel og hélt kannski að ég myndi fara á aðra reynslu, en þeir bara vildu fá mig og ég ákvað að hoppa á þetta."

„Það er smá sjokk, ég fékk smá sjokk þegar ég var að skrifa undir úti. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var lítill strákur. Þetta er geggjað og ég er spenntur fyrir tímabilinu á næsta ári."

„Já og nei. Ég var eiginlega bara að fókusa á þetta, var ekki að hugsa um hin liðin og þetta fór bara svona. Ég veit ekki af áhuga annarra erlendra félaga, við ákváðum að einbeita okkur að Haugasund og það gekk allt upp."


Það höfðu nokkur lið í Bestu deildinni áhuga á Kjartani. Ákvörðunin að fara beint út í atvinnumennsku erlendis, var það erfið ákvörðun?

„Það komu hugsanir hvort ég ætti að taka eitt tímabil í viðbót á Íslandi. Ég ákvað að hoppa á þessa lest, að prófa að fara í atvinnumennskuna."

„Væntanlega reynir maður sitt allra besta til að verða byrjunarliðsmaður en ég er nýr í liðinu og þarf að sýna mig og sanna áður en ég get gert kröfu á það - ég get ekki ákveðið það núna. Ég þarf að grípa tækifærið í æfingaleikjum, spila minn leik, sýna hvað ég get á undirbúningstímabilinu."


Hvað getur Kjartan sagt um Haugasund?

„Þetta er ekki stór bær, félagið hugsar vel um leikmenn, mjög professional klúbbur. Liðið vill ná árangri og spila blöndu af ungum leikmönnum og reynslumeiri leikmönnum. Þegar ég fór í seinna skiptið leist mér ennþá betur á þetta. Þetta er mjög flottur klúbbur."

Hugsunin að Gróttutímabilinu væri lokið í bili, var hún erfið?

„Það er klárlega erfitt að kveðja uppeldisfélagið, en þeir í Gróttu hjálpuðu mér með þetta og ég vil þakka þeim öllum fyrir. Þeir hjálpuðu mér mjög mikið að komast á þennan stað sem ég komst á núna fyrir viku. Grótta er mjög flottur klúbbur," sagði Kjartan.

Viðtalið við Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Þar ræðir hann um tímabilið með Gróttu, þjálfarann Chris Brazell, Luke Rae, tilboð í sumarglugganum og U21 landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner