Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Brynjólfur skoraði í vítaspyrnukeppni og fer áfram í næstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson og félagar í Kristiansund eru komnir áfram í 3. umferð í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Kristiansund hafnaði í 4. sæti norsku B-deildarinnar og sat því hjá í fyrstu umferð.

Bryne var dæmdur 3-0 sigur á Start í fyrstu umferðinni þar sem framkvæmdastjóri Start tók ákvörðun um að kveikja ekki á hitakerfinu fyrir leikinn og fór því Bryne áfram.

Heimamenn í Kristiansund komust yfir á 48. mínútu gegn Bryne, en gestirnir jöfnuðu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum.

Leikurinn var framlengdur en ekkert mark var skorað þar og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara.

Brynjólfur skoraði úr fyrsta víti Kristiansund er liðið vann 4-2 og liðið því komið áfram í þriðju umferðina gegn Kongsvinger. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir þriðja neðsta liði norsku úrvalsdeildarinnar í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner