Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Selma Sól orðin félagslaus - Ekkert staðfest eða vitað sem stendur
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Samningurinn minn rann út og við komumst ekki að nýju samkomulagi," sagði Selma Sól Magnúsdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net í dag en nú er ljóst að hún mun yfirgefa norsku bikarmeistarana í Rosenborg.

Selma er stödd í Cardiff í Wales með íslenska landsliðinu en liðið mætir heimakonum í mikilvægum leik í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið.

„Ég er búin að eiga góða tíma og er sátt við tímann minn í Rosenborg en nú er kominn tími á að taka eitthvað nýtt skref."

Veistu hvaða skref þig langar að taka?
„Nei, það kemur bara í ljós. Það er ekkert staðfest eða neitt vitað eins og staðan er núna svo ég verð bara að bíða og sjá hvað kemur."

Ertu með eitthvað óska land? Áttu ekki möguleika bæði í Þýskalandi og Englandi?

„Já og nei, ég held að ég skoði bara valmöguleikana og sjái svo til, það eru engar sérstakar óskir."

Hefurðu talað við einhvern?

„Nei ég ætlaði bara að klára landsliðsverkefnið og skoða svo næstu skref. Það er mikilvægt að klára þessa leiki fyrst, þeir eru mikilvægir."

   29.11.23 13:04
Ísland beðið um að æfa ekki á keppnisvellinum

Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Athugasemdir
banner
banner