Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 29. nóvember 2023 13:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í morgun.
Frá æfingunni í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég held að þetta verði hörkuleikur, bæði lið þurfa á stigum að halda og ég held að þetta verði alvöru leikur og mikil barátta. Við þurfum að sýna alvöru baráttu og vinna öll einvígi," sagði Selma Sól Magnúsdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur við Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið en stig dugir Íslandi til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild.

Ísland vann fyrri leikinn 1-0 heima en fékk samt gagnrýni fyrir spilamennskuna. Liðið þótti svo mun betra í tapleikjum heima gegn Dönum og Þýskalandi í október. En hvað breyttist þarna á milli?

„Það er góð pæling, það er hægt að skoða marga hluti. Við skiptum um leikkerfi og finnst við vera að ná meiri spilköflum í hinu leikkerfinu. Við vorum smá ryðgaðar og ekki búnar að spila margar saman í mörgum landsleikjum. Núna eru að tikka inn fleiri leikir með sama hópinn og ég held að það spili stórt hlutverk. Við tókum gott skref í síðasta glugga og þurfum að taka það með okkur í þennan glugga og nýta okkur það."

Verður þá ekki hægt að vinna þetta welska lið, þið viljið klára að tryggja ykkur í umspilið hér en að þurfa að gera það í lokaleik í Danmörku?

„Auðvitað förum við 100% í alla leiki til að vinna þá og taka þrjú stig. Ég held það sé klárlega möguleiki á því hér."

Það er svolítið kalt í Wales og verða -2 til -4 yfir leiknum. Þetta verða krefjandi aðstæður?

„Já er það, ég er mjög lítil veðurkona. Það truflar mig ekki neitt, það er búið að vera -12 heima hjá mér í Þrándheimi svo ég er vön kuldanum. Þetta er bara fínt."

Í þessari endurreisn á liðinu eftir að margar hættu eða urðu óléttar varð ljóst að Þorsteinn Halldórsson þjálfari er með þig í huga í byrjunarliði. Ertu ekki ánægð með þitt hlutverk?

„Jú, það er auðvitað gaman að fá stærra hlutverk og spila stóran hlut í því. Ég reyni að setja mitt mark á liðið og koma með eitthvað í liðið."
Athugasemdir
banner