Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 29. nóvember 2023 13:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í morgun.
Frá æfingunni í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég held að þetta verði hörkuleikur, bæði lið þurfa á stigum að halda og ég held að þetta verði alvöru leikur og mikil barátta. Við þurfum að sýna alvöru baráttu og vinna öll einvígi," sagði Selma Sól Magnúsdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur við Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið en stig dugir Íslandi til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild.

Ísland vann fyrri leikinn 1-0 heima en fékk samt gagnrýni fyrir spilamennskuna. Liðið þótti svo mun betra í tapleikjum heima gegn Dönum og Þýskalandi í október. En hvað breyttist þarna á milli?

„Það er góð pæling, það er hægt að skoða marga hluti. Við skiptum um leikkerfi og finnst við vera að ná meiri spilköflum í hinu leikkerfinu. Við vorum smá ryðgaðar og ekki búnar að spila margar saman í mörgum landsleikjum. Núna eru að tikka inn fleiri leikir með sama hópinn og ég held að það spili stórt hlutverk. Við tókum gott skref í síðasta glugga og þurfum að taka það með okkur í þennan glugga og nýta okkur það."

Verður þá ekki hægt að vinna þetta welska lið, þið viljið klára að tryggja ykkur í umspilið hér en að þurfa að gera það í lokaleik í Danmörku?

„Auðvitað förum við 100% í alla leiki til að vinna þá og taka þrjú stig. Ég held það sé klárlega möguleiki á því hér."

Það er svolítið kalt í Wales og verða -2 til -4 yfir leiknum. Þetta verða krefjandi aðstæður?

„Já er það, ég er mjög lítil veðurkona. Það truflar mig ekki neitt, það er búið að vera -12 heima hjá mér í Þrándheimi svo ég er vön kuldanum. Þetta er bara fínt."

Í þessari endurreisn á liðinu eftir að margar hættu eða urðu óléttar varð ljóst að Þorsteinn Halldórsson þjálfari er með þig í huga í byrjunarliði. Ertu ekki ánægð með þitt hlutverk?

„Jú, það er auðvitað gaman að fá stærra hlutverk og spila stóran hlut í því. Ég reyni að setja mitt mark á liðið og koma með eitthvað í liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner