Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 29. nóvember 2023 13:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í morgun.
Frá æfingunni í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég held að þetta verði hörkuleikur, bæði lið þurfa á stigum að halda og ég held að þetta verði alvöru leikur og mikil barátta. Við þurfum að sýna alvöru baráttu og vinna öll einvígi," sagði Selma Sól Magnúsdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur við Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið en stig dugir Íslandi til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild.

Ísland vann fyrri leikinn 1-0 heima en fékk samt gagnrýni fyrir spilamennskuna. Liðið þótti svo mun betra í tapleikjum heima gegn Dönum og Þýskalandi í október. En hvað breyttist þarna á milli?

„Það er góð pæling, það er hægt að skoða marga hluti. Við skiptum um leikkerfi og finnst við vera að ná meiri spilköflum í hinu leikkerfinu. Við vorum smá ryðgaðar og ekki búnar að spila margar saman í mörgum landsleikjum. Núna eru að tikka inn fleiri leikir með sama hópinn og ég held að það spili stórt hlutverk. Við tókum gott skref í síðasta glugga og þurfum að taka það með okkur í þennan glugga og nýta okkur það."

Verður þá ekki hægt að vinna þetta welska lið, þið viljið klára að tryggja ykkur í umspilið hér en að þurfa að gera það í lokaleik í Danmörku?

„Auðvitað förum við 100% í alla leiki til að vinna þá og taka þrjú stig. Ég held það sé klárlega möguleiki á því hér."

Það er svolítið kalt í Wales og verða -2 til -4 yfir leiknum. Þetta verða krefjandi aðstæður?

„Já er það, ég er mjög lítil veðurkona. Það truflar mig ekki neitt, það er búið að vera -12 heima hjá mér í Þrándheimi svo ég er vön kuldanum. Þetta er bara fínt."

Í þessari endurreisn á liðinu eftir að margar hættu eða urðu óléttar varð ljóst að Þorsteinn Halldórsson þjálfari er með þig í huga í byrjunarliði. Ertu ekki ánægð með þitt hlutverk?

„Jú, það er auðvitað gaman að fá stærra hlutverk og spila stóran hlut í því. Ég reyni að setja mitt mark á liðið og koma með eitthvað í liðið."
Athugasemdir
banner
banner