Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   fös 29. nóvember 2024 09:25
Elvar Geir Magnússon
Höjlund: Leikstíll Amorim hentar mér vel
Höjlund fagnaði með liðsfélögum sínum í gær.
Höjlund fagnaði með liðsfélögum sínum í gær.
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund skoraði tvívegis þegar Manchester United vann 3-2 sigur gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni, eftir að liðið lenti 2-1 undir.

„Þetta var ekki nægilega góð byrjun en við komum til baka og sýndum karakter. Við viljum ekki að svona leikir verði þetta spennandi. En á endanum snýst þetta um þrjú stig," segir Höjlund.

Rúben Amorim vill sjá liðið pressa hátt á vellinum og Höjlund var spurður út í áherslur portúgalska stjórans.

„Hann sagði mér að hugsa ekki of mikið um þá sem væru fyrir aftan mig, bara vinna í því sem ég sá fyrir framan mig. Við sáum það í fyrsta markinu. Auðvitað mun taka tíma að aðlagast nýjum leikstíl en við erum að sjá skref í rétta átt. Nú er bara að byggja upp. Þetta minnir mig á hvernig ég spilaði í 3-4-3 hjá Atalanta. Það hentar mér vel," segir Höjlund.

Amorim hrósaði Höjlund eftir leik en sagði að hann gæti enn bætt sig á ákveðnum sviðum.

„Höjlund þarf að bæta ákveðna þætti því stundum snertir hann boltann of oft, en hann er mjög mikilvægur í uppspilinu. Hann sýndi ákefð í teignum. Hann er gæðaleikmaður sem getur skorað úr erfiðum færum og hann skilaði virkilega góðri vinnu í dag," sagði Amorim eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner