Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 09:51
Elvar Geir Magnússon
Salah draumur Sáda - Gyökeres vill fylgja Amorim
Powerade
Mo Salah.
Mo Salah.
Mynd: Getty Images
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: Getty Images
Ertu búin/n að ákveða hvaða flokk þú ætlar að kjósa? Það er föstudagur og hér er slúðurpakki dagsins. BBC tók saman.

Draumur Sádi-arabísku deildarinnar er að Mohamed Salah (32), leikmaður Liverpool og Egyptalands, komi í deildina. (Mail)

Manchester United ætlar að bjóða 50 milljónir punda og veita Chelsea samkeppni um Tomas Araujo (22), miðvörð Benfica, í janúarglugganum. (Sun)

Enski varnarmaðurinn Marc Guehi (24) hjá Crystal Palace, hefur áhuga á að ganga til liðs við Chelsea á ný en Newcastle hefur einnig enn áhuga á miðverðinum. (Teamtalk)

Vonir Arsenal um að fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (26) hafa minnkað þar sem leikmaðurinn hefur mikinn áhuga á að fylgja Rúben Amorim, fyrrverandi stjóra sínum hjá Sporting, til Manchester United. (Football.London)

Arsenal er með allt að sex sóknarmenn á óskalista sínum, þar á meðal Alexander Isak (25), sænskan framherja Newcastle United. (Caught Offside)

Manchester City og Manchester United hafa verið boðið að kaupa brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (26) og ítalska miðjumanninn Nicolo Fagioli (23) frá Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur neitað því að Christopher Nkunku sé til sölu, þrátt fyrir takmarkaðan leiktíma franska sóknarmannsins. (Times)

Paragvæski framherjinn Miguel Almiron (30) fær að fara frá Newcastle í janúar. (Telegraph)

Manchester City er að fylgjast með Rocco Reitz (22), þýskum miðjumanni Borussia Mönchengladbach, og gæti gert tilboð í janúar. (GiveMeSport), utanaðkomandi

Napoli hefur spurt Arsenal um pólska varnarmanninn Jakub Kiwior (24) og vill fá hann á láni í janúar. (Gianluca di Marzio)

West Ham hefur leitað til Napoli og vill fá argentínska framherjann Giovanni Simeone (29) í janúar. Hamrarnir hafa einnig áhuga á að fá Evan Ferguson (20) frá Brighton. (FootballTransfers)
Athugasemdir
banner
banner
banner